Vinnufyrirkomulag safnstjóra Hvols

Málsnúmer 201309033

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 39. fundur - 13.09.2013

Tekið var til umræðu og afgreiðslu tímabundið samkomulag við Írisi Ólöfu Sigurjónsdóttur um breytt vinnufyrirkomulag en megininntakið er að hún verður ekki í starfi tímabilið nóvember til febrúar næstkomandi en starfshlutfall hennar eykst sem því nemur aðra mánuði ársins. Menningarráð samþykkir tillöguna.

Menningarráð - 43. fundur - 31.03.2014

Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi um breyttan vinnutíma safnstjórans á Byggðasafninu Hvoli. Samkomulagið er á svipuðum nótum og fjallað hefur verið áður um í ráðinu en safnstjóri mun vera í hærra starfshlutfalli maí til okt og lægra nóvember til apríl vegna búsetu og fer vinnan á því tímabili á mestu fram í fjarvinnu.

Menningarráð felur sviðsstjóra að ganga frá samkomulaginu.