Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903090

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 73. fundur - 03.04.2019

Tekin fyrir umsókn frá Kristínu A. Símonardóttur. Sótt er um 369.000 kr vegna hugmynda um sögu kvikmyndasýninga í Ungó.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við uppsetningu sýningargluggans.

Menningarráð - 74. fundur - 06.06.2019

Upplýsingar til Menningarráðs. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti ráðið um fyrri afgreiðslu Byggðaráðs frá 8. september 2017. "Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingarfulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf."

Áður samþykktri umsókn í menningar- og viðurkenningarsjóð er því hafnað.
Menningarráð er mjög hlynnt hugmyndinni og vonast eftir því að hún komi til framkvæmda.