Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903062

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 73. fundur - 03.04.2019

Í upphafi fundar var Gísli Bjarnason boðinn velkominn til starfa sem sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs.

Teknar voru til afgreiðslu umsóknir sem bárust Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar í framhaldi af auglýsingu. Alls bárust 14 umsóknir að upphæð 4.854.000 kr en úthlutað var að þessu sinni 1.940.000 kr Afgreiðslur ráðsins eru hér neðangreint í liðum 1-14
Tekin fyrir umsókn frá Svanfríði Ingu Jónasdóttur f.h. Tónlistarfélags Dalvíkur. Sótt er um 140.000 kr til að halda menningarhátíðina Svarfdælskur mars 2019 en hátíðin er haldin árlega seinni partinn í mars.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 140.000 kr.