Fræðsluráð

310. fundur 08. október 2025 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Emil Júlíus Einarsson varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Friðrik Arnarson,skólastjóra Árskóga - og Dalvíkurskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Matthildur Matthíasdóttir, grunnskólakennari, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla. Una Dan Pálmadóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti. Gitta Ármannsdóttir, fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla.

1.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri fara yfir hvernig gjaldfrjáls leikskóli hefur gengið.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem fræðsluráð hefur gengur gjaldfrjáls leikskóli vel og minna álag á starfsfólki leikskóla. Fjöldi í gjaldfrjálsum leikskóla á Krílakoti er 76% af börnum leikskólans. Í leikskólanum Kötlukoti á Árskógsströnd eru 62% barna.

2.Forgangur á leikskólaplássi fyrir kennaramenntaða starfsmenn eftir fæðingarorlof

Málsnúmer 202410026Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu
Afstaða fræðsluráðs hefur ekki breyst og vísar í bókun fræðsluráðs frá 09. október 2024.

"Fræðsluráð fagnar umræðunni um leiðir til að auka fagmenntun í leikskólum en getur ekki samþykkt erindið vegna mismununnar."
Matthildur Matthíasdóttir, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla kom inn á fund kl. 09:40

3.Framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, leggur fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um framtíðarsýn á skólahúsnæði í Dalvíkurbyggð og einnig er fundagerð fyrsta fundar lögð fram til kynningar.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum erindisbréf vinnuhóps um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð.

4.Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fara yfir tillögu varðandi stjórnun á Árskógarskóla fram að grunnskólalokun á skólanum 2026.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breytingum að stjórnun Árskógarskóla.

5.Fjárhagslegt stöðumat fyrir (04) fræðslumál. 2025

Málsnúmer 202403058Vakta málsnúmer

Stjórnendur skólanna og sviðsstjóri fara yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir fjárhagsárið 2025.
Lagt fram til kynningar

6.Hljóð gæði í leik - og grunnskólum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202510009Vakta málsnúmer

Stjórnendur skólanna fara yfir hvar hljóðvist í stofnunum er ábótavant og gott væri að fá hugmyndir um hvað mögulega hægt væri að gera til að bæta hana.
Fræðsluráð vísar málinu til Eigna - og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar og óskar eftir að hljóðgæði verði skoðuð í samráði við stjórnendur skólanna. Einnig er mikilvægt að skoða aðrar stofnanir þar sem börn koma saman.

7.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð heimsækir leikskólann Krílakot.
Fræðsluráð þakkar fyrir hlýjar móttökur á leikskólanum Krílakoti.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Emil Júlíus Einarsson varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs