Ungmennaráð

28. fundur 12. maí 2020 kl. 13:45 - 14:45 utan húss
Nefndarmenn
 • Magnús Rosazza
 • Þröstur Ingvarsson
 • Þormar Ernir Guðmundsson
 • Rebekka Ýr Davíðsdóttir
 • Hugi Baldvin Helgason
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í Víkurröst. Daníel Rosazza boðaði forföll. Hugi Baldvin Helgason mætti í hans stað.
Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi hjá Dalvíkurbyggðar sat undir þessum lið.

1.17. júní 2020

Málsnúmer 202005060Vakta málsnúmer

Ungmennaráð leggur til að hátíðarhöldum á 17. júní verði frestað og fjármagn sem áætlað er til hátíðarhaldanna verði notað seinna í sumar til að búa til skemmtun fyrir börn og ungmenni. Ráðið leggur til að reynt verði að hafa fjallkonu og hátíðarræðu með rafrænum hætti.
Íris vék af fundi kl. 14:10

2.Reglur á sparkvelli við Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202004139Vakta málsnúmer

Endurnýja þarf skilti með reglum á sparkvelli þar sem skiltin eru illa farin. Mikilvægt er að yfirfara reglurnar áður en prentun fer fram.
Ungmennaráðið gerir engar athugsemdir við núverandi reglur.

3.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Á 938. fundi byggðaráðs var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, dagsettur 25. febrúar 2020, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði. Tekinn fyrir fyrrgreindur póstur en þar kemur fram að í kjölfar lögfestingar Barnasáttmálans á Íslandi árið 2013 varð aukning í eftirspurn eftir fræðsluefni og stuðningi við innleiðingu sáttmálans. UNICEF á Íslandi hefur þróað verkefni fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga - verkefnið barnvæn sveitarfélög. Að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann þýðir samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur hans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi þess.

Ungmennaráð leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu Barnvæn samfélög.

4.Sumarátaksstarf námsmanna 2020

Málsnúmer 202005039Vakta málsnúmer

Rætt um atvinnu fyrir ungt fólk í sumar. Búið er að sækja um ýmis átaksverkefni þar sem reiknað er með því að margt ungt fólk fái ekki vinnu í sumar.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Nefndarmenn
 • Magnús Rosazza
 • Þröstur Ingvarsson
 • Þormar Ernir Guðmundsson
 • Rebekka Ýr Davíðsdóttir
 • Hugi Baldvin Helgason
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar