Félagsmálaráð

239. fundur 21. apríl 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202003103Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202003103

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Fyrirspurn um sumarvinnu 2020

Málsnúmer 202002050Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202002050

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Heimild til fjarfunda nefnda og ráða

Málsnúmer 202003116Vakta málsnúmer

Alþingi hefur samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarsjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 kórónaveirufaraldsins. Heimilt er að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Lagður var fram samningur um dagþjónustu við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík fyrir tímabilið 2017-2020 en endurnýja þarf samning á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar sem sinnir dagþjónustu við eldri borgara.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum að vinna að endurnýjun á samningi um dagþjónustu við Dalbæ samkvæmt umræðum á fundi. Samningsdrög verða lögð fram á næsta fundi ráðsins.

5.Tillaga að skipan notendaráðs fatlaðs fólks

Málsnúmer 201905123Vakta málsnúmer

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 vísaði byggðaráð tillögu að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð til umfjöllunar í félagsmálaráði.
Félagsmálaráð samþykkir með 5 atkvæðum erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

6.Covid-19

Málsnúmer 202003111Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Einnig upplýsti félagsmálastjóri um viðbrögð og vinnu félagsþjónustu vegna Covid-19 í þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Heimilisþjónusta hefur verið nánast með óbreyttu sniði, þó nokkrir notendur óskuðu ekki eftir þjónustu um tíma, starfsmaður félagsþjónustu hefur hringt í eldri borgara í sveitarfélaginu til að kanna með einmanaleika og gefa upplýsingar, farið hefur verið í búðarferðir fyrir eldri borgara, fötlunarþjónusta hefur verið með aðeins breyttu sniði, smávægileg skerðing hefur verið á þjónustu í skammtímavistun því nú er einungis einn einstaklingur þar í einu en ekki 2-3 eins og áður. Forgangsraðað var í þjónustu eftir þjónustuþyngd einstaklinganna. Atvinna með stuðningi hefur einnig breyst en vinnustaðir hafa lokað, þrátt fyrir að þar sé dagþjónusta í boði, einungis í breyttri mynd. Viðtöl fara fram í gegnum teams eða starfsmenn fara heim til einstaklinga í viðtöl.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201908017Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar staðan á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs það sem af er ári 2020. Ljóst er að liðurinn 4410 húsaleigu fer fram úr áætlun fyrir árið 2020 þar sem húsaleiga fyrir nýja skammtímavistun er hærri en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Leigan fer úr kr. 129.893 í kr. 268.250 á mánuði. Í áætlun var gert ráð fyrir alls kr. 1.466.801 krónur en verður 2.803.929 krónur.
Einnig voru lagðar fram til áréttingar og kynningar reglur vegna gerð viðauka fyrir sveitarfélög. Vakin er athygli á reglu úr kafla 3 þar segir að útgjöld eða fjárfestingar sem stofnað hefur verið til utan fjárheimilda og ekki að undangegnum viðauka skuli setja á dagskrá viðkomandi fagráðs, byggðarráðs og sveitarstjórnar og bóka sérstaklega. Þannig hafa fagráðin, byggðarráð og sveitarstjórn vitneskju um ástæður tiltekinna útgjalda séu umfram fjárhagsáætlun og geta þá sinnt eftirlitshlutverki sínu gagnvart fjármálum.
Lagt fram til kynningar.

8.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Á 938. fundi byggðaráðs var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, dagsettur 25. febrúar 2020, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.

Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Tekinn fyrir fyrrgreindur póstur en þar kemur fram að í kjölfar lögfestingar Barnasáttmálans á Íslandi árið 2013 varð aukning í eftirspurn eftir fræðsluefni og stuðningi við innleiðingu sáttmálans. UNICEF á Íslandi hefur þróað verkefni fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga - verkefnið barnvæn sveitarfélög. Að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann þýðir samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur hans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi þess.
Félagsmálaráð leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu Barnvæn samfélög.

9.Til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.

Málsnúmer 202003109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 21. mars 2020 frá Velferðarsviði Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.
Lagt fram til kynningar.

10.Hjólasöfnun 2020 - beiðni um samstarf

Málsnúmer 202004038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Barnaheill dagsett 25.03.2020 þar sem kynnt er að Barnaheill - Save the Children á Íslandi hefja von bráðar hjólasöfnun sína í níunda sinn. Frá upphafi Hjólasöfnunarinnar árið 2012 hafa rúmlega 2.000 börn og ungmenna notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni og er það ekki síst að þakka því góða samstarfi sem við höfum átt við félagsþjónustur í gegnum tíðina. Hjólasöfnun er unnin í samstarfi við Æskuna- barnahreyfingu IOGT, Sorpu og aðra velunnara. Markmið hjólasöfnunar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Barnaheill býður öllum félagsþjónustum landsins að taka þátt í verkefninu með þeim og gera skjólstæðingum allra sveitarfélaga kleift að sækja um hjól úr söfnuninni. Umsóknareyðublöð má fá hjá starfsmönnum félagsþjónustu
Félagsmálaráð samþykkir samstarf við Barnaheill og felur starfsfmönnum að setja auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins og aðstoða fólk við að sækja um ef þess er óskað.

11.Hugrún geðfræðslufélag - beiðni um umfjöllun vegna geðheilsu

Málsnúmer 202004029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf dagsett 03.04.2020 frá Hugrúnu- geðfræðslufélagi. Ný og endurbætt vefsíða Hugrúnar geðfræðslufélagsins hefur verið opnuð. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði auk leiðbeininga um hvernig má ræða þessi mál við ungt fólk. Vefsíðan er aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi