Byggðaráð

943. fundur 07. maí 2020 kl. 08:00 - 10:16 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Brimnesbraut 35; sala á eigninni

Málsnúmer 202005020Vakta málsnúmer

Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi kom inn á fundinn kl. 08:02

Tekin fyrir kauptilboð sem borist hafa í Brimnesbraut 35. Tvö tilboð bárust í eignina og fór Íris yfir tilboðin og skilmála þeirra.

Íris vék af fundi kl. 08:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka tilboði hæstbjóðanda, kauptilboð frá Hjörleifi Einarssyni að upphæð kr. 29.950.000 og felur sveitarstjóra að leggja fram viðauka vegna sölunnar þegar hún er frágengin.

2.NAV uppfærsla 2020

Málsnúmer 202004075Vakta málsnúmer

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn kl. 08:10 og sat fundinn undir dagskrárliðum 2 og 3.

Frá upplýsinga- og tækniteymi sveitarfélagsins, beiðni um viðauka vegna NAV uppfærslu.

Microsoft gaf út í lok síðasta ára að lokað yrði á frekari uppfærslumöguleika í Business Central 14 eftir október 2020. Það þýðir að Dalvíkurbyggð fær ekki nýjar uppfærslur fyrr en eftir um 1,5-2 ár skv. Wise.

UT teymi Dalvíkurbyggðar leggur fyrir byggðaráð tillögu um að farið verði í uppfærsluna þegar á árinu 2020 og viðbótarfjármagn á málaflokk 21, kr. 2.585.700 verði samþykkt samanber meðfylgjandi beiðni um viðauka nr. 17/2020. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun 2020, málaflokkur 21400, fjárhagslyklar 4331 og 4338, samtals kr. 2.585.700. Viðaukinn kemur til lækkunar á handbæru fé.

3.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Á 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019 samþykkti byggðaráð samhljóða tillögu sveitastjóra um að fresta yfirferð um skipurit, erindisbréf ráða og samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Síðan þá hefur verið unnið í samþykktum í samvinnu við lögfræðinga Sambandsins og stjórnsýsludeild KPMG og eru því öll gögnin nú lögð fram til fyrri umræðu að nýju.
a) Skipurit Dalvíkurbyggðar
b) Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar
c) Erindisbréf fagráða í Dalvíkurbyggð

Katrín Dóra og sveitarstjóri fóru yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið í samvinnu ofangreindra aðila undanfarna mánuði.
Málin rædd.

Katrín Dóra vék af fundi kl. 08:57.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa skipuritum Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.

4.Umsókn um rekstrarleyfi - Bergmenn - Karlsá

Málsnúmer 202004148Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett, 29.04.2020, ósk um umsögn um rekstarleyfi gistingar fyrir Bergmenn ehf kt. 430657-0119 vegna Karlsár.

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi og slökkviliðssstjóri gera ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við að umrætt leyfi sé veitt.

5.Umsókn um rekstrarleyfi - Bergmenn - Klængshóll

Málsnúmer 202004149Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett, 29.04.2020, ósk um umsögn um rekstarleyfi gistingar fyrir Bergmenn ehf kt. 430657-0119 vegna Klængshóls.

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi og slökkviliðssstjóri gera ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við að umrætt leyfi sé veitt.

6.Lækkun mánaðarlegra greiðslna vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti

Málsnúmer 202004144Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en á fundi nefndarinnar þann 24. apríl sl. var ákveðið í ljósi væntanlegs samdráttar á tekjum sjóðsins að lækka áætlaðar mánaðargreiðslur til sveitarfélaga vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti um 12,5%.
Vonir standa til þess að sjóðnum berist ný spá um áætlaðar skatttekjur ríkissjóðs og útsvarstekjur sveitarfélaga á næstu dögum, en þá fyrst verður unnt að enduráætla framlög ársins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum af skertum framlögum úr Jöfnunarsjóði og skorar á Ríkið að tryggja tekjugrunn sjóðsins.

7.Laxeldi í Eyjafirði, erindi frá Bessa Skírnissyni og frá Halldóri Áskelssyni

Málsnúmer 202005036Vakta málsnúmer

Tekin fyrir innsend bréf til sveitarstjórnar frá Bessa Skírnissyni dags. 26. apríl og frá Halldóri Áskelssyni dags. 27. apríl 2020. Bæði erindin varða friðun Eyjafjarðar fyrir laxeldi.
Erindin eru lögð fram til kynningar.

Byggðaráð óskar eftir því að SSNE haldi áfram þeirri vinnu sem Dalvíkurbyggð og AFE hófu 2018 um samtal í Eyjafirði um laxeldismál.

8.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna, 715. mál.

Málsnúmer 202004151Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 30. apríl 2020, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.),715. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:16.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri