Íþrótta- og æskulýðsráð

115. fundur 03. desember 2019 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Umsóknir um styrk úr afreks- og styrktarsjóði 2019

Málsnúmer 201911083Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2019. Styrkirnir verða afhentir á hátíðarfundi ráðsins þriðjudaginn 14. janúar 2020, kl. 17:00.

a) Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Rebekku Lind um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

b) Amalía Nanna Júlíusdóttir vegna ástundunar og árangurs í sundi
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amelíu Nönnu um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

c) Ingvi Örn Friðriksson vegna ástundunar og árangurs í kraftlyftingum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ingva Örn um kr. 175.000.- og vísar því á lið 06-80.

d) Amanda Guðrún Bjarnadóttir vegna ástundunar og árangurs í golfi
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amöndu Guðrúnu um kr. 175.000.- og vísar því á lið 06-80.

e) Guðfinna Eir Þorleifsdóttir vegna ástundunar og árangurs á skíðum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Guðfinnu Eir um kr. 175.000.- og vísar því á lið 06-80.

f) Snorri Guðröðarson vegna ástundunar og árangurs í frisbí-golfi
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Snorra um kr. 100.000.- og vísar því á lið 06-80.

g) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Snædísi Ósk um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

h) Knattspyrnudeild Dalvík/Reynir vegna búnaðarkaupa fyrir afreksþjálfun á nýjum gervigrasvelli
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Knattspyrnudeild Dalvík/Reynir um kr. 350.000.- og vísar því á lið 06-80.

Magni Óskarsson vék af fundi undir lið h)

2.Íþróttamaður Dalvíkurbygggðar 2019

Málsnúmer 201911109Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að kjör á íþróttamanni ársins fari fram við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 14. janúar kl. 17:00. Íbúakosningu verði komið af stað eins fljótt og hægt er í byrjun janúar 2020.

3.Tómstundadagur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201911041Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulúyðsfulltrúi gerði grein fyrir hugmynd Ungmennaráðs um að búinn verði til tómstundadagur fjölskyldunnar í Dalvíkurbyggð. Þar yrðu félög og aðilar sem bjóða upp á tómstundir fengnir til að kynna sína starfsemi. Líklega þarf að hafa einn að vetri og annan yfir sumartímann.

4.Samningar við íþróttafélög 2020-2023

Málsnúmer 201901024Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningum við íþróttafélögin. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kynna samningsdrögin fyrir félögunum. Stefnt er að því að skrifa undir samningana á hátíðarfundi ráðsins þriðjudaginn 14. janúar 2020.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi