Landbúnaðarráð

118. fundur 14. maí 2018 kl. 14:00 - 15:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Freyr Antonsson og Guðrún Anna Óskarsdóttir boðuðu forföll og engin varamaður kom í þeirra stað.

1.Vegna umsóknar um lóðarstækkun

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Á 117. fundi landbúnaðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur samkvæmt umræðum á fundinum og gera uppkast að nýjum leigusamningi.
Ráðið leggur til að haldinn verði aukafundur eftir hádegi mánudaginn 14. maí vegna málsins."
Í samræmi við bókun ráðsins frá 114. fundi þann 16. nóvember 2017 þar sem fram kemur að landið henti illa til beitar leggur ráðið til við sveitarstjórn að ekki verði veitt leyfi fyrir stærra landi umhverfis byggingarlóðina en nauðsynlegt getur talist, að hámarki 2 ha.
Landbúnaðarráð hefur kynnt sér það land sem laust er til beitar við Hauganes og leggur til að umsækjendum verði boðið allt að 12 ha lands norðan Hauganess samkvæmt fylgiskjali.
Ráðið leggur einnig til að þeir samningar sem gerðir verði um beitar- og slægjulönd séu í samræmi við það samningsform sem sveitarfélagið hefur unnið eftir síðastliðin ár.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

2.Endurnýjun fjallgirðingar jarðanna Syðra-Hvarfs og Hjaltastaða

Málsnúmer 201805054Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 3. maí 2018 óskar Arngrímur Vídalín Baldursson eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar vegna endurnýjunar á fjallgirðingu í landi Syðra-Hvarfs og Hjaltastaða.
Landbúnaðarráð getur ekki fallist á þátttöku sveitarfélagsins þar sem ekki er um sambærilegar aðstæður að ræða og á Árskógsströnd.


Samþykkt með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs