Umhverfisráð

297. fundur 07. nóvember 2017 kl. 08:15 - 11:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson
 • Valdís Guðbrandsdóttir
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Marinó Þorsteinsson boðaði forföll og í hans stað mætti Valdís Guðbrandsdóttir.

1.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar
Valur Þór Hilmarsson koma inn á fundinn undir þessum lið kl 08:20
Ráðið þakkar fyrir vel unnin störf og felur umhverfisstjóra að gera þær lagfæringar sem bent var á á fundinum.
Valur Þór vék af fundi kl. 08:50

2.Gjaldskrár umhverfisráðs 2018

Málsnúmer 201709104Vakta málsnúmer

Til umræðu gjalskrá sorphirðu 2018 og mögulega breytingar á fyrirkomulag hirðingar á endurvinnsluefni.
Undir þessum lið koma Helgi Pálsson frá Gámaþjónustunni kl. 09:00.
Ráðið þakkar Helga fyrir greinargóðar upplýsingar og leggur til að losun á endurvinnslutunnu verði aukin á árinu 2018 í 2 losanir í mánuði í stað einnar. Ráðið leggur því til 5,6% hækkun á gjaldskrá sorphirðu 2018 til að mæta þessum aukna kostnaði.
Ráðið leggur áherslu á að mikilvægt er að kynna þær reglur sem gilda um flokkun í Dalvíkurbyggð og ákveðið var að Helgi kæmi með erindi á fyrirhugaðan íbúafund um flokkun sorps.
Helgi Pálsson vék af fundi kl. 09:40
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Deiliskipulag Hóla og Túnahverfis, Dalvík

Málsnúmer 201710029Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillögu 1 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201711004Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 31. október 2017 óskar Einar Ísfeld Steinarsson eftir lóðinni Skógarhólar 10, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir að veita Einari Ísfeld Steinarssyni lóð nr. 10 við Skógarhóla og felur sviðsstjóra að útbúa lóðarleigusamning.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Deiliskipulag Lokastígsreitur_2017

Málsnúmer 201708070Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi Lokastígsreits lögð fram til umræðu.
Umhverfisráð leggur til samkvæmt umræðum á fundinum að tillaga A verði útfærð nánar fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Umsóknir vegna verndarsvæða í byggð

Málsnúmer 201710082Vakta málsnúmer

Erindi frá Minjastofnun vegna umsókna um verndarsvæði í byggð.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á geymsl mhl 02 við félagsheimilið Árskógi.

Málsnúmer 201710102Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 31. október 2017 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir byggingarleyfi vegna niðurrifs á geymslu mhl 02 við félagsheimilið Árskógi.
Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201710027Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Sigurður Jónsson eftir byggingarleyfi að Ölduhæð í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Erindinu frestað á 296. fundi ráðsins.
Ráðið gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Ráðið lýsir yfir undrun sinni á að þegar sé búið að tengja hýsið veitukerfum sveitarfélagsins áður en umbeðið byggingarleyfi hefur verið veitt.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201710028Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Filippía S. Jónsdóttir eftir byggingarleyfi að Sæbakka í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Erindinu frestað á 296. fundi ráðsins.
Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi, en vísar í umsögn slökkvilisstjóra er varðar brunavarnir.
"Til að frístundahús með þessu byggingalagi fái lokaúttekt þarf að klæða það að innan með klæðningu í flokki 1 t,d, gips, ellegar skipta út einangrun."
Ráðið lýsir yfir undrun sinni á að þegar sé búið að tengja hýsið veitukerfum sveitarfélagsins áður en umbeðið byggingarleyfi hefur verið veitt.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Fjárhagsáætlun 2018: endurnýjun og/eða viðhald á stoðvegg á lóðarmörkum við Hafnarbraut 16 og 18

Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.

Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til fullnægjandi gögn lágu fyrir.
Þar sem minnisblað lögmanns sveitarfélagsins barst meðan á fundi stóð var ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

11.Til Umhverfis- og friðlandsnefndar

Málsnúmer 201711019Vakta málsnúmer

Til kynningar innsent erindi Hjörleifs Hjartarssonar dags. 3. nóvember 2017 varðandi Friðland Svarfdæla
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson
 • Valdís Guðbrandsdóttir
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs