Ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201501057

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 723. fundur - 15.01.2015

Til umræðu ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar.
Lagt framt til kynningar.

Byggðaráð - 736. fundur - 28.05.2015

Heiða Hilmarsdóttir vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 14:56.Undir þessum lið vék sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs af fundi vegna vanhæfis kl. 15:00.Á 723. fundi byggðaráðs þann 15. janúar 2015 var til umfjöllunar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar og á þeim fundi var sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að kanna hvað Dalvíkurbyggð stendur til boða hjá fjármálafyrirtækjum hvað varðar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar.Leitað var eftir tillögum frá 7 fjármálafyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu með bréfi dagsettu þann 11. maí 2015 þar sem óskað var eftir tillögum í síðasta lagi 27. maí s.l. kl. 15:00. Svör bárust frá 6 aðilum og liggur fyrir samanburðarskrá á grundvelli þeirra svara sem bárust.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga á milli funda.

Byggðaráð - 738. fundur - 18.06.2015

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis, kl. 13:05.Á 736. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Heiða Hilmarsdóttir vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 14:56. Undir þessum lið vék sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs af fundi vegna vanhæfis kl. 15:00. Á 723. fundi byggðaráðs þann 15. janúar 2015 var til umfjöllunar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar og á þeim fundi var sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að kanna hvað Dalvíkurbyggð stendur til boða hjá fjármálafyrirtækjum hvað varðar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar. Leitað var eftir tillögum frá 7 fjármálafyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu með bréfi dagsettu þann 11. maí 2015 þar sem óskað var eftir tillögum í síðasta lagi 27. maí s.l. kl. 15:00. Svör bárust frá 6 aðilum og liggur fyrir samanburðarskrá á grundvelli þeirra svara sem bárust. Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga á milli funda. "VII. kafli Sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fjallar um fjármál sveitarfélaga. Er í 65. gr. laganna kveðið á um ábyrgða meðferð sveitarfélaga á fjármunum. Ákvæðið er svohljóðandi:

"65. gr. Ábyrg meðferð fjármuna.

Sveitarstjórn skal gæta ábyrgðar við meðferð fjármuna sveitarfélagsins og varðveita fjármuni með ábyrgum hætti, svo sem á innlánsreikningum fjármálastofnana eða með því að kaupa ríkistryggð verðbréf. Sveitarfélögum er óheimilt að fjárfesta í hagnaðarskyni nema um sé að ræða verkefni sem þeim hefur með lögum verið falið eða heimilað að sinna. Þó er sveitarfélögum heimilt að taka þátt í verkefnum í ljósi brýnna samfélagslegra hagsmuna en þó þannig að áhætta vegna þátttöku í þeim gangi ekki gegn ábyrgri meðferð fjármuna."

Fyrir liggur einnig að samkvæmt lögum nr. 55 frá 31. maí 2011, um breytingu á lögum nr. 98/1999, um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, með síðari breytingum, njóta innistæður sveitarfélaga, stofnana þeirra og fyrirtækja að meiri hluta í eigu opinberra aðila ekki verndar samkvæmt lögunum.Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hann hefur aflað á milli funda og áliti lögmanna, meðal annars:

a) Heimilt er samkvæmt áliti lögfræðings sveitarfélögum að ávaxta fé sitt í innistæðumsjóðum.

b) Fram kom í áliti lögfræðings að ljóst er að gerðar eru tiltölulega strangar kröfur til sveitarstjórna að takmarka tapshættu sveitarfélaga vegna ávöxtunar og varðveislu fjármuna. Ber því sveitarstjórnum ekki eingöngu að horfa til ávöxtunar við ákvörðun um varðveislu fjármuna heldur einnig til fjárhagsstöðu gagnaðila og áhættudreifingar. Er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem ljóst er að við greiðslufall fjármálafyrirtækis geta sveitarfélög ekki leitað til Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta til endurgreiðslu innistæðna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fylgjast áfram með þróun mála hjá Sparisjóði Norðurlands.

Byggðaráð - 758. fundur - 12.11.2015

Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní var til umfjöllunar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar, sbr. 723. fundur og sbr. 736. fundur.Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð - 764. fundur - 14.01.2016

Gunnþór kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:29 og tók við fundarstjórn.Á 758. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní var til umfjöllunar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar, sbr. 723. fundur og sbr. 736. fundur. Til umræðu ofangreint."a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leita eftir því við viðskiptabanka sveitarfélagsins, sem er nú Landsbankinn á Dalvík, hvaða ávöxtun sveitarfélaginu stendur nú til boða.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð tillögu að verkferli sem tekur meðal annars á umboði sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hvað varðar ávöxtun á innistæðum sveitarfélagsins. Horfa þarf til 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna og laga nr. 55 frá 31. maí 2011, um breytingu á lögum nr. 98/1999, um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta með síðari breytingum.

Byggðaráð - 769. fundur - 25.02.2016

Á 764. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2016 var eftirfarandi samþykkt:

"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leita eftir því við viðskiptabanka sveitarfélagsins, sem er nú Landsbankinn á Dalvík, hvaða ávöxtun sveitarfélaginu stendur nú til boða. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð tillögu að verkferli sem tekur meðal annars á umboði sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hvað varðar ávöxtun á innistæðum sveitarfélagsins. Horfa þarf til 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna og laga nr. 55 frá 31. maí 2011, um breytingu á lögum nr. 98/1999, um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta með síðari breytingum."Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að innanhúss verkferli í samræmi við ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar innanhús verkreglur með smávægilegum breytingum sem gerðar voru á fundinum.