Byggðaráð

769. fundur 25. febrúar 2016 kl. 13:00 - 15:24 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.



Umfjöllun og afgreiðslu byggðaráðs bókuð í trúnaðarmálabók.

2.Frá 44. fundi veitu- og hafnaráðs frá 17.2.2016: Gagnaveita Dalvíkurbyggðar - samningur við Tengi um lagningu ljósleiðara á Dalvík.

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Á 44. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tengir hf. hefur hug á að ljósleiðaravæða þéttbýlið á Dalvík með samningi þar um. Í fyrstu grein samningsins segir: "Dalvíkurbyggð og Tengir hf. gera með sér samning um að Tengir hf. taki að sér þær verklegar framkvæmir á næstu mánuðum og árum sem hafa það að leiðarljósi að heimilum og fyrirtækjum á Dalvík verði gefinn kostur á aðgengi að ljósleiðaraneti Tengis hf. Þessi framkvæmd verður gerð út frá fjárhagslegum forsendum Tengis hf.." Farið er fram á að aðkoma Dalvíkurbyggðar verði með þeim hætti að kynna verkefnið fyrir íbúum en í 6. gr. samningins segir: "Dalvíkurbyggð tekur að sér að kynna verkefnið í samstarfi við Tengir hf. fyrir íbúum Dalvíkur. T.d. með upplýsingarfundum í hverfum bæjarins eða íbúafundi þar sem framkvæmdir koma til með að fara fyrst í gang."

Veitu- og hafnaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samstarfssamning og beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta samþykkt ráðsins. "



Til umfjöllunar ofangreint.



Þorsteinn vék af fundi kl. 13:45.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

3.Frá 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2.2.2016; Endurnýjun líkamsræktartækja

Málsnúmer 201601149Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 14:00.



Á 768. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 767. fundi byggðaráðs þann 4. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2.2.2016 var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram tilboð frá Erninum um endurnýjun líkamsræktartækja. Tilboðið hljóðar upp á að fá búnað á endurnýjunaráætlun árið 2016 og 2017 afhentan strax en greiða sem nemur 3.100.000.- í ár, sem er í fjárhagsáætlun og 3.000.000.- í byrjun árs 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði veitt heimild til kaupana á þessu ári og þessar þrjár milljónir verði settar á áætlun og greiddar árið 2017." Á starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir kr. 4.000.000 á lið 06500-2810 vegna endurnýjunar á líkamsræktartækjum og búnaði. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 13:17. Afgreiðslu frestað." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. febrúar 2016 um ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra í samræmi við umræður á fundinum."



Til umræðu ofangreint. Fram koma að áætlaður sparnaður við að kaupa allt í einu er um kr. 260.000 - kr. 280.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi um að bæta við kr. 3.000.000 viðauka.

4.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál.

Málsnúmer 201602096Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 16. febrúar 2016 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsangar um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál, eigi síðar en 1. mars 2016.



Á 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"5. 201509187 - Endurnýjun á Gúmmíi sparkvallar

Samkvæmt upplýsingum sem Umhverfisstofnun hefur fengið frá hinum löndunum á Norðurlöndum þykja rannsóknir benda til þess að ekki sé ástæða til að banna dekkjakurl. Lagt fram til upplýsinga. "



Til umræðu ofangreint.



Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:26.

Lagt fram til kynningar.

5.Áskoranir af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal

Málsnúmer 201602066Vakta málsnúmer

Á 768. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi áskorun af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal, 18 manns úr dölunum mættu. Fundurinn var haldinn sunnudaginn 7. febrúar s.l. að Rimum. Sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs sóttu fundinn ásamt umhverfisstjóra sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar. a) Fundarfólk skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að beita sér fyrir því að vegir í fram-Svarfaðardal og Skíðadal verði lagfærðir og upphækkaðir hið allra fyrsta og sett á þá bundið slitlag. b) Fundarfólk skorar ennfremur á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að breyta reglum um mokstur heimreiða þannig að fyrsti klukkutíminn fyrir snjómokstur verði greiddur af sveitarfélaginu en mokstur þar umfram verði greiddur til helminga af sveitarfélaginu og ábúendum. c) Að lokum skorar fundarfólk á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að mótmæla þeirri ákvörðun Íslandspósts að draga úr þjónustu í dreifbýli Dalvíkurbyggðar. Á 273. fundi umhverfisráðs þann 11. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað: "Pálmi Þorsteinsson frá Vegagerðinni og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu á fundinn kl 09:00 undir þessum lið. 1. 201301032 - Samningur við Vegargerðina. Framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstursvegum í Dalvíkurbyggð. Til umræðu vetrarþjónusta og aðrar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2016. Ráðið þakkar þeim Pálma og Vali fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála. Pálmi kom með uppfært samkomulag um helmingamokstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar til undirritunar. Sviðsstjóra falið að stilla upp samanburði á nokkrum útfærslum á heimreiðamokstri fyrir næsta fund. Pálmi og Valur viku af fundi kl 09:55" Til umræðu ofangreint. Valur Þór vék af fundi kl. 13:30.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Vegagerðarinnar sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að reglur Dalvíkurbyggðar um heimreiðamokstur verði óbreyttar. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Íslandspósts vegna póstþjónustu, sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur sveitarstjóra að áskorun til Vegagerðarinnar og til Íslandspóst vegna póstþjónustu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur sveitarstjóra að ofangreindum áskorunum.

6.Ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501057Vakta málsnúmer

Á 764. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2016 var eftirfarandi samþykkt:

"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leita eftir því við viðskiptabanka sveitarfélagsins, sem er nú Landsbankinn á Dalvík, hvaða ávöxtun sveitarfélaginu stendur nú til boða. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð tillögu að verkferli sem tekur meðal annars á umboði sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hvað varðar ávöxtun á innistæðum sveitarfélagsins. Horfa þarf til 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna og laga nr. 55 frá 31. maí 2011, um breytingu á lögum nr. 98/1999, um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta með síðari breytingum."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að innanhúss verkferli í samræmi við ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar innanhús verkreglur með smávægilegum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.

Málsnúmer 201602106Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 22. febrúar 2016 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög ( fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 8. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.

Málsnúmer 201602108Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 22. febrúar 2016 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 8. mars 2016.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; Framboð til stjórnar Lánasjóðsins

Málsnúmer 201602110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, bréf dagsett þann 22. febrúar 2016, þar sem fram kemur að kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, í síðasta lagi á hádegi, kl. 12:00, mánudaginn 7. mars n.k.



Upplýst var á fundinum að búið er að senda ofangreint erindi á alla aðal- og varamenn í sveitarstjórn.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:24.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.