Byggðaráð

758. fundur 12. nóvember 2015 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir og Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri veitu- og hafnaráðs
Dagskrá

1.Ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501057Vakta málsnúmer

Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní var til umfjöllunar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar, sbr. 723. fundur og sbr. 736. fundur.Til umræðu ofangreint.

2.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna fjárhagsaðstoðar.

Málsnúmer 201511068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 2. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir viðauka #2 við fjárhagsáætlun 2015 vegna deildar 02110; fjárhagsaðstoð. Óskað er eftir tilfærslu á milli liða kr. 2.470.000 og viðbót við fjárhagsramma að upphæð kr. 2.960.000; alls kr. 5.430.000.Heimild deildar 02110 er kr. 12.798.000. Bókfærð staða þann 10. nóvember er kr. 18.043.091.Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á framlögðu erindi og óskar eftir því að sviðsstjóri félagsmálasviðs komi á fund byggðaráðs um feril fjárhagsaðstoðar og hver þróunin hefur verið á undanförnum árum til samanburðar við önnur sveitafélög.

3.Ákvörðun um útsvarsprósentu 2016

Málsnúmer 201511048Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun útsvarsprósentu 2016.Útsvarsprósenta 2015 er 14,52%.Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi tillaga til sveitarstjórnar:

"Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga."Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu til sveitarstjórnar.

4.Fasteignaskattur- og fasteignagjöld 2016

Málsnúmer 201511045Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi tillaga að álagningu fasteigna - og þjónustugjalda 2016 til sveitarstjórnar:"Álagningin byggir á fasteignamati samkvæmt Landsskrá fasteigna frá 1. febrúar 2015.Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur

Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.

Fasteignaskattur A 0,49% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)

Sorphirðugjald kr. 34.638 ,- á íbúð (var kr. 31.982 á íbúð).

Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur

Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005

Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur

Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum.

Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).Lóðarleiga

Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1,28% af fasteignamati lóðar (óbreytt á mill ára).

Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).

Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).Vatnsgjald

Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, ber að greiða vatnsgjald árlega til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:

a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 8.634,07 kr. pr. íbúð og 205,05 ,- kr. pr. fermetra húss. (var fast gjald 8.184,40,- kr. pr. íbúð og 193,52 ,- kr. pr. fermetra húss.)

b)
Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 17.268,13 kr. pr. eign og 205,05 kr. pr. fermetra húss. (var fast gjald 16.296,80,- kr. pr. eign og 193,52 ,- kr. pr. fermetra húss.)

c)
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)

d)
Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,2% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt).Fráveitugjald

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.

a)
Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 12.951,10 kr. pr. íbúð og 291,40 kr. pr. fermetra húss. (var gjald 12.222,60 ,- kr. pr. íbúð og 275,01,- kr. pr. fermetra húss)

b)
Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 32.377,74 kr. pr. eign og 291,40 kr. pr. fermetra húss. (var fast gjald 30.556, 49,- kr. pr. eign og 275,01 ,- kr. pr. fermetra húss.)

c)
Árlegt rotþróargjald verði, fast gjald kr 12.951,10 kr. pr. losunarstað og þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 11.872,90 (var kr. 12.222,60 og kr. 11.205,05)

d)
Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða (var 0,47% og 0,25%).Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda

Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga."Til umræðu ofangreint.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til sveitarstjórnar.

5.Afsláttur fasteignaskatts 2016 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 201511046Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu reglur Dalvíkurbyggðar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2015.a) Lögð er til breyting á b) lið í 1. grein.b) Fullur afsláttur fyrir árið 2015 er kr. 57.425.

Tekjuviðmið eru sem hér segir:

Einstaklingar allt að kr. 2.108.268,0

Hjón og sambúðarfólk allt að kr. 2.909.686,-Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að breytingum hvað varðar b) lið 1. greinar.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi hvað varðar upphæð afsláttar og tekjuviðmið fyrir árið 2016:Hámarksafsláttur kr. 59.148Tekjuviðmið:

Einstaklingar allt að kr. 2.171.516

Hjón og sambúðarfólk allt að kr. 2.996.977

6.Reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2016

Málsnúmer 201511047Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gildandi reglur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015 hvað varðar styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að reglurnar verði óbreyttar fyrir árið 2016.

7.Frá stjórnsýslunefnd; Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.

Málsnúmer 201511067Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnsýslunefndar þann 9. nóvember s.l. var lagt til að byggðaráð myndi skipa í vinnuhóp hvað varðar nýtingu á húsnæði "Gamlaskóla" og Víkurrastar.

Í starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs fyrir árið 2016 kemur eftirfarandi fram:

"Skoðað verður samstarf um að Víkurröst verði rekið sem alhliða frístundahús og möguleikar á frekara samstarfi Frístundar og Víkurrastar."Tillaga að vinnuhópum:Stýrihópur:Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Gísli Rúnar Gylfason og sviðstjóri fræðslumálaRýnihópur:Stýrihópur kallar til aðila í rýnihóp.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að vinnuhóp og felur Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, að gera drög að erindisbréfi.

8.Frá Greiðri leið ehf., Aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf. 2015.

Málsnúmer 201511058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Greiðri leið ehf., bréf dagsett þann 6. nóvember 2015.a) Óskað er eftir að hluthafar falli frá forkaupsrétti að upphæð kr. 1.100.000 sem Höldur ehf. og Auðhumla svf. eru tilbúin að skrifa sig fyrir á árinu 2015.

b) Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð nýti forkaupsrétt sinn að þeim 38,9 m.kr. sem eftirstanda að 40,0 m.kr. hlutafjáraukningu sem er 0,04% eða kr. 15.762.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að falla frá forkaupsrétti að upphæð kr. 1.100.000.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýti sér forkaupsrétt sinn, kr. 15.762. Vegna þessa samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2015, málaflokkur 29, og verði þessum kostnaði mætt með lækkun á handbæru fé.

9.Fjárhagsáætlun 2016-2019; á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 27. október 2015 var starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 tekin til fyrri umræðu og samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna.

Lagt fram til kynningar. "Til umræðu ofangreint. Síðari umræða fer fram í sveitarstjórn þriðjudaginn 24. nóvember n.k. í stað 17. nóvember 2015 þar sem freista á þess að ná inn nýjum upplýsingum, til dæmis um framlög úr Jöfnunarsjóði og Þjóðhagsspá sem birt verður á morgun.

Lagt fram til kynningar.

10.Frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir nr. 830 og nr. 831.

Málsnúmer 201502032Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 830 og nr. 831.
Lagt fram til kynningar.Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 15:00

11.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar:

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

a) Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar kl. 15:00.Byggðaráð fór í heimsókn í Ungó og í Íþróttamiðstöðina þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og starfsmenn tók á móti byggðaráði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir og Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri veitu- og hafnaráðs