Byggðaráð

723. fundur 15. janúar 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsusviðs
Dagskrá

1.Ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201501057Vakta málsnúmer

Til umræðu ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar.
Lagt framt til kynningar.

2.Vátryggingar sveitarfélagsins.

Málsnúmer 201501058Vakta málsnúmer

Til umræðu vátryggingar sveitarfélagsins og hugsanlegt útboð á árinu. Í gildi er samkomulag við Vátryggingarfélag Íslands, í kjölfars útboðs 2010, en samkvæmt 7. gr. samningins er samningurinn frá 1. janúar 2011 til 4 ára. Eftir það tímabil framlengist samningurinn um eitt ár í senn, þó mest tvö ár, nema honum verði sagt upp skriflega með sex mánaðar fyrirvara miðað við 1. janúar.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og slökkviliðsstjóra; Sala bifreiðar.

Málsnúmer 201501075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og slökkviliðsstjóra, bréf dagsett þann 13. janúar 2015, þar sem óskað er eftir heimild frá stjórn Eignasjóðs til að selja bifreiðna A 7128, fasnt. BL497, sem er Chevrolet Blazer bifreið árgerð 1970, sem ný bifreið hefur leyst af hólmi. Óskað er jafnframt eftir tillögu að fyrirkomulagi við sölu á bifreiðinni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og slökkviliðsstjóra að selja ofangreinda bifreið og að sömu aðilar hafi umsjón með auglýsingu og söluferli þar sem óskað verði eftir tilboðum fyrir tiltekinn tíma.

4.Frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar; Styrkbeiðni vegna kjörs íþróttamanns UMSE 2014.

Málsnúmer 201501063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar, bréf dagsett þann 8. janúar 2015, þar sem fram kemur að kjöri íþróttamanns UMSE 2014 verður lýst að Rimum í Svarfaðardal 22. janúar kl. 18:00. UMSE óskar eftir styrk til þess að halda viðburðinn en beinn kostnaður er áætlaður k. 305.000. Fulltrúum Dalvíkurbyggðar er einnig boðið að vera viðstaddir við kjör íþróttamanns UMSE 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 125.000 sem samsvarar kostnaði við húsaleigu og veitingar. Vísað á lið 21-50-4960.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201412159Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201501064Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsusviðs