Forvarnarstefna - drög

Málsnúmer 201112012

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 153. fundur - 06.12.2011

Starfshópur um forvarnamál lagði fram drög að forvarnaráætlun sveitarfélagsins.
&Starfsmönnum falið að senda drög að stefnunni til samstarfsaðila í byrjun nýs árs með kynningu á henni og fá til baka greinargerð frá félögunum hvað þau telja sig vera að gera í forvarnarmálum. Fundargerð vinnuhópsins verða sendar rafrænt á nefndarmenn félagsmálaráðs. Aðrir nefndarmenn lýstu ánægju sinni með þá vinnu sem starfshópurinn hafði innt af hendi.

Félagsmálaráð - 155. fundur - 18.01.2012

Lagt var fram bréf sem senda á til samstarfsaðila varðandi forvarnir í sveitarfélaginu
Félagsmálaráð fór yfir drög að forvarnarstefnu sveitarfélagsins enn fremur var farið yfir bréf til samstarfsaðila þar sem óskað er eftir greinargerð varðandi störf þeirra í forvarnarmálum.  Óskað er eftir því að greinargerð og álit á drögum á forvarnarstefnunni verði skilað til félagsþjónstu Dalvíkurbyggðar fyrir 1. mars 2012.

Félagsmálaráð - 157. fundur - 13.03.2012

Félagsmálastjóri lagði fram greinargerðir frá Félagasamtökum sveitarfélagsins og stofnunum.
Félagsmálaráð vísar svörunum til starfshópsins sem unnið hefur að forvarnarstefnunni og leggur til að hópurinn skoði athugasemdir í þessum greinargerðum. 

Félagsmálaráð - 168. fundur - 09.04.2013

Marinó formaður starfshóps Forvarnarstefnunnar kynnti lauslega hugmyndir hópsins um forvarnarstefnuna.  Ákveðið var að boða til aukafundar um stefnuna mánudaginn 22. apríl kl. 16:15 

Félagsmálaráð - 170. fundur - 13.05.2013

Starfshópur um forvarnaráætlun kynnti drög að forvarnaráætlun og aðgerðaráætlun sem unnin hefur verið í vetur fyrir félagsmálaráð.
Ákveðið að starfshópurinn leggi fram áætlunina til staðfestingar á fundi  Félagsmálaráðs í júní.

Félagsmálaráð - 174. fundur - 27.11.2013

Formaður félagsmálaráðs fór yfir stöðu mála í tengslum við forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar.
Starfsmönnum félagsþjónustu falið að senda bréf til félagasamtaka og samstarfsaðila forvarnarstefnunnar ásamt aðgerðaráætlun. Áætlaður fundur með aðilum sem tengjast forvarnarstefnunni verður haldinn í janúar 2014.

Félagsmálaráð - 182. fundur - 14.10.2014

Félagsmálastjóri fór yfir aðgerðaráætlun forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar. Í maí sl. var samráðsfundur samstarfsaðila félagsþjónustu og var ákveðið að halda aftur slíkan fund á haustdögum
Frestað til næsta fundar

Ungmennaráð - 3. fundur - 16.10.2014

Lögð fram til kynningar og umsagnar forvarnaráætlun og aðgerðaráætlun. Ungmennaráð telur forvarnaráætlunina og aðgerðaráætlunina mjög góða. Ungmennaráð telur mjög mikilvægt þegar aðgerðaráætlun er fylgt eftir með fræðslu um málefni s.s. kynfræðslu að fá til þess fagaðila sem tengjast ekki svæðinu. Í litlu samfélagi getur reynst erfitt að fá ráðjöf frá aðilum sem þekkir mann vel frá öðrum vetvangi. Ráðið telur það líklegra til árangurs ef ungmenni eru spurð að því hvað þau vilji fræðast um.

Félagsmálaráð - 187. fundur - 14.04.2015

Vinnuhópur um forvarnir kynntu nefndarmönnum hugmyndir sínar að kynningu á forvarnarstefnunni- fund með öllum samstarfsaðilum og áætlun um fræðslu í forvarnarmálum.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 190. fundur - 08.09.2015

Félagsmálastjóri fór yfir verkefni forvarnarstefnunnar sem er m.a.að halda fund með samstarfsaðilum og félögum í sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð felur vinnuhóp forvarnaráætlunar að undirbúa samráðsfund með samstarfsaðilum nú á haustdögum.

Félagsmálaráð - 191. fundur - 21.09.2015

Vinnuhópur um forvarnarmál lagði fram fundargerð frá fundi hópsins frá september 2015. Einnig lagði vinnuhópurinn fram bréf til samstarfsaðila en halda á fund um miðjan október þar sem félögin kynna sín forvarnarverkefni og félagsmálaráð leggur fram áherslur ráðsins að forvörnum fyrir árið 2016
Félagsmálaráð samþykkir fundargerðina og bréf til samstarfsaðila.