Félagsmálaráð

164. fundur 16. október 2012 kl. 16:15 - 18:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Erindisbréf, félagsmálaráðs

Málsnúmer 201209025Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindisbréf fyrir félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar, til upprifjunar og yfirferðar.




Félagsmálaráð lagði til breytingar á texta í erindisbréfi fyrir félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar.

2.Frá Saman hópnum

Málsnúmer 201210027Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Samanhópnum þar sem kynnt eru segulspjöld með útivistarreglunum á. Til að skilaboðin nái til flestra telur Saman hópurinn best að segulspjöldin séu send til heimila allra barna í 2. og 6. bekk. Félagsmálaráð hefur undanfarin ár sent slík spjöl inn á heimili fyrrgreindra bekkja.
Félagsmálaráð samþykkir að kaupa segluspjöld fyrir næstu tvö ár. Tekið af lið 02-32-2997. Spjöldunum verður dreift á nemendur í 2 og 6 bekk í grunnskólum byggðarlagsins.  

3.Rekstrarstyrkur við Sjónarhól

Málsnúmer 201210024Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Sjónarhóli dags. 9. okt sl. þar sem óskað er eftir stuðningi frá Dalvíkurbyggð. Frá stofnun Sjónarhóls hefur aðsóknin aukist jafnt og þétt en vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu er rekstrarstaða Sjónarhóls orðin mjög erfið. Þjónusta Sjónarhóls er fyrir allt landið og er ætluð öllum, óháð aldri barnsins, einnig þeim sem eiga uppkomin börn. Ráðgjafar Sjónarhóls fara á fundi með foreldrum og fagfólki endurgjaldslaust.
Félagsmálaráð samþykkir að styrkja Sjónarhól um 100.000,- krónur tekið af lið 02-80-9145.

4.Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.

Málsnúmer 201210032Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á álitsgerð mennta- og menningarmálaráðuneytisins um ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.
Lagt fram

5.16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Málsnúmer 201210033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Mannréttindaskrifstofu Íslands en alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur yfir dagana 25. nóvember til 10. desember ár hvert. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis. Óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins.
Málið tekið fyrir og starfsmönnum félagsþjónustu falið að skoða heimasíðu átaksins og setja umfjöllun inn á heimsíðu Dalvíkurbyggðar.

6.Málefni innflytjenda - umsögn

Málsnúmer 201209081Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Velferðarnefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda, 64. mál.
Lagt fram

7.NPA

Málsnúmer 1206050Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði frá bréf frá Grétu Sjöfn Guðmunsdóttur, verkefnisstjóra SSNV. Þjónustuhópur um málefni fatlaðra hefur unnið drög að reglum byggðarsamlagsins um notendastýrða persónulega aðstoð. Óskað er umsagnar frá félagsmálanefndum um drög þessi
Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar hefur ekki athugasemdir varðandi reglur byggðasamlagsins um notendastýrða persónulega aðstoð.

8.Beiðni um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála

Málsnúmer 201208007Vakta málsnúmer

Farið var yfir framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2011-2014 til upprifjunar.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að minna stjórnendur og nefndir á verkefni í tengslum við framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. 

9.Forvarnarstefna - drög

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála.

10.starfshópur um aðgengismál í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201203018Vakta málsnúmer

Aðilar úr starfshópi um aðgengismál í sveitarfélaginu munu sitja fund með umhverfisráði á morgun miðvikudag 17.október 2012 til að fylgja eftir bréfi frá 1.mars 2012 sem sent var til umhverfisráðs.

11.ástand dagforeldra - og leikskólamála í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201210030Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Helga Einarssyni þar sem óskað er svara um starfssemi dagmæðra í sveitarfélaginu og úrræðaleysis þar sem engin dagmóðir er starfandi í augnablikinu.
Félagsmálaráð leggur til að auglýst verði eftir dagmóður á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu og formanni félagsmálaráðs að svara bréfinu samkvæmt umræðum á fundinum.

12.Fjárhagsaðstoð-Trúnaðarmálabók

Málsnúmer 201111050Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi