Félagsmálaráð

153. fundur 06. desember 2011 kl. 08:00 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.21. mál til umsagnar frá velferðarnefnd alþingis

Málsnúmer 201112007Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Velferðarnefnd Alþingis sem sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni.
&Félagsmálaráð vill vekja athygli á því að slíkar ákvarðanir og heimsóknir þarf að kostnaðargreina.

2.16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Málsnúmer 201112008Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Jafnréttisstofu á Akureyri þar sem kynnt var 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þessu átaki er ýtt úr vör í 20. sinn út um allan heim. Yfirskrift átaksins á Íslandi er Heimilisfriður-Heimsfriður og áhersla er lögð á að vera vakandi fyrir þeirri vá sem fylgir heimilisofbeldi.
&Lagt fram til kynningar.  Starfsmenn félagsþjónustu koma til með sækja einhverja viðburði.

3.Skýrsla um félagsþjónustu

Málsnúmer 201112009Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt var nýútgefin skýrsla frá hag- og upplýsingasviði sambandsins um félagsþjónustu sveitarfélaga.
&Lagt fram til kynnigar

4.Hugmynd að samkomulagi til verndar börnum í bæjarfélaginu

Málsnúmer 201112011Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf frá Blátt áfram, þar sem kynntar eru hugmyndir varðandi hlutverk sveitarfélaga í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi.
&Starfsmönnum falið að skoða málið frekar, ekki síst með tilliti til vinnu í forvarnaráætlun sveitarfélagsins.

5.Forvarnarstefna - drög

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Starfshópur um forvarnamál lagði fram drög að forvarnaráætlun sveitarfélagsins.
&Starfsmönnum falið að senda drög að stefnunni til samstarfsaðila í byrjun nýs árs með kynningu á henni og fá til baka greinargerð frá félögunum hvað þau telja sig vera að gera í forvarnarmálum. Fundargerð vinnuhópsins verða sendar rafrænt á nefndarmenn félagsmálaráðs. Aðrir nefndarmenn lýstu ánægju sinni með þá vinnu sem starfshópurinn hafði innt af hendi.

6.Sérstakar húsaleigubætur

Málsnúmer 1107041Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram reglur frá nokkrum sveitarfélögum um sérstakar húsaleigubætur.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum að setja upp drög að reglum um sérstakar húsaleigubætur í samræmi við umræður á fundinum, þau drög verða svo tekin fyrir á næsta fundi ráðsins. 

7.Trúnaðarmálabók - 153 fundur

Málsnúmer 201112013Vakta málsnúmer

Tekin voru fyrir trúnaðarmál - skráð í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri