Félagsmálaráð

154. fundur 10. janúar 2012 kl. 08:00 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Hildur Birna Jónsdóttir boðaði forföll og ekki voru tök á að boða varamann.

1.Sérstakar húsaleigubætur

Málsnúmer 1107041Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsþjónustu lögðu fram drög að reglum um sérstakar húsaleigubætur fyrir Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.

2.Vegna útreikninga húsaleigubóta og lánveitinga til leiguíbúða.

Málsnúmer 201201014Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf frá Velferðarráðuneytinu þar sem fram kemur að uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta verði 6.383.000,- Einnig kemur fram í bréfinu að frá og með 1. janúar 2012 skerðist húsaleigubætur um 1% af árstekjum umfram 2,25 millj. kr. í stað 2 millj. kr. áður
Lagt fram til kynningar.

3.Sérstakar húsaleigubætur - áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga fjárhagsárið 2012

Málsnúmer 1109182Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar upplýsingar um skil á áætlun um heildargreiðslur sérstakra húsaleigubóta.
Lagt fram til kynningar.

4.Beiðni um fjárstyrk

Málsnúmer 201201016Vakta málsnúmer

Beiðni barst frá Kaffistofu Samhjálpar um kaup á dagbók fyrir árið 2012 sem fjárstuðningur við félagið.
Félagsmálaráð hafnar erindinu.

5.Forvarnarstefna

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

6.Fjárhagsaðstoð - a og b leiðin

Málsnúmer 201111049Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram drög að reglum um fjárhagsaðstoð, b leiðina þar sem ekki er tekið tillit til fjölskyldustærðar.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar og vísar til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.Heimahjúkrun og heimilisþjónusta

Málsnúmer 201111045Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

8.Skammtímavistun í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201110061Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi