Félagsmálaráð

187. fundur 14. apríl 2015 kl. 12:30 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Silja Pálsdóttir Aðalmaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
 • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Elísa Rán Ingvarsdóttir mætti ekki á fundinn, boðaði ekki forföll og ekki kom varamaður í hennar stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201503208Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201503208
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504046Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201504046
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504063Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201504063
Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504062Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201504062
Bókað í trúnaðarmálabók

5.Styrktarfélag barna með einhverfu

Málsnúmer 201504051Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Styrktarfélagi barna með einhverfu dags. 30. mars 2015. Félagið hefur það að markmiði að vekja athygli á einhverfu og styðja við málefni er varða einhverf börn með fjáröflunum og frjálsum framlögum. Engin yfirbygging er á rekstri félagsins, allt starf unnið í sjálfboðavinnu og söfnunarfé rennur óskert til málstaðarins. Blár dagur var 10. apríl síðastliðinn. Í upphafi hvers árs velur Styrktarfélag barna með einhverfu eitt málefni til að styrkja með því fjármagni sem safnast það árið en allt styrktarfé rennur óskipt til málefnisins. Í ár mun allt styrktarfé renna óskipt til námskeiðahalda fyrir einhverf börn og aðstandendur í samráði við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Fyrirtæki eru hvött til að leggja sitt af mörkunum með frjálsum framlögum.
Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 20.000,- krónur af lið 02-80-9145.

6.Funda- og minnisbækur til sölu

Málsnúmer 201504052Vakta málsnúmer

Erindi barst í tölvupósti dags. 31.03.2015 frá Sjálfsbjörgu, sem leitar til fyrirtækja eftir stuðningi við fjármögnum félagsins. Sjálfsbjörg er að selja pakka með minnis- og fundarbókum sem og penna
Félagsmálaráð hafnar erindinu.

7.Fundur um rekstur og framtíð göngudeildar SÁÁ

Málsnúmer 201504053Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tölvubréf frá Eyþingi dags. 10. apríl 2015. Fundur verður haldinn um rekstur göngudeildar SÁÁ á Akureyri, þýðingu hennar og starfsemi SÁÁ fyrir byggð og mannlíf á starfssvæði Eyþings. Óskað er eftir fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn.
Lagt fram til kynningar.

8.Heimilisofbeldi og samvinna við lögreglu

Málsnúmer 201503155Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti fund er hún átti með lögreglustjóra og fulltrúum lögreglu á Norðurlandi eystra í átaki gegn heimilisofbeldi. Á þessum fundi var óskað samstarfs milli félagsþjónustu og lögreglu vegna þessa máls. Heimilisofbeldi er skilgreint sem ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af nákomnum, þ.e. gerandi og þolandi eru skyldir, tengdir eða hafa sögu um tengsl. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt og felur í sér valdbeitingu eða hótun um valdbeitingu.

Samstarf lögreglu og félagsþjónustu felur í sér að þegar tilkynnt er um heimilisofbeldi hefur lögreglan samband við bakvakt félagsþjónustu sem mætir á staðinn með lögreglu ávallt er börn búa á heimilinu sem og á heimili þar sem engin börn búa samþykkti báðir aðilar aðkomu félagsþjónustu. Lögreglan sér um rannsókn máls en starfsmaður félagsþjónustu hlúir að viðkomandi og kynnir rétt sinn eða aðstoðar við að fjarlægja geranda/þolanda eftir aðstæðum. Lögreglan í útkalli og starfsmaður félagsþjónustu heimsækja aftur heimilið 7-14 dögum síðar.
Félagsmálaráð leggur til að sveitarfélagið beiti sér fyrir átakinu gegn heimilisofbeldi í samvinnu við lögregluna á Norðurlandi eystra. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 201502067Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bókum byggðarráðs frá dags. 9. apríl 2015.

Á 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015 var samþykkt að vísa tillögu félagsmálaráðs frá 185. fundi þann 12. febrúar 2015 um hækkun og breytingu á leigu Félagslegra íbúða til umfjöllunar í byggðaráði.Tillaga félagsmálaráðs um gjaldskrár 2015 er svo hljóðandi:

"Félagsmálaráð leggur til að hækka gjaldskrár um 3.4% yfir heildina, bæta við fastagjaldi í heimilisþjónustu og hækka húsaleigu um 15% ef einstaklingar eru með tekjur yfir tekju- og eignamörkum leiguíbúða. Einnig að bæta við sektargjaldi í lengdri viðveru og sumarfjöri. Einnig verður framfærslukvarði fjárhagsaðstoðar hækkaður um 3,4%. "

Til umfjöllunar ofangreint.Eyrún vék af fundi kl. 13:50.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að húsaleiga á leiguíbúðum Félagslegra íbúða hækki um 3,4%. Byggðaráð samþykkir ekki að hækka húsaleigu um 15% ef einstaklingar eru með tekjur yfir tekju - og eignamörkum leiguíbúða.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofna vinnuhóp til að fara yfir málefni Félagslegra íbúða er varðar leigu og sölu. Vinnuhópinn skipa; Bjarni Th. Bjarnason, Guðmundur St. Jónsson og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Félagsmálaráð óskar eftir að starfsmaður félagsmálasviðs verði hluti af vinnuhóp sem fer yfir málefni Félagslegra íbúða, þar sem félagsmálasvið sér um utanumhald félagslegra íbúða í Dalvíkurbyggð.

10.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409063Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir rauntölur fjárhagsáætlunar frá áramótum til dagsins í dag.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálastjóra falið að senda bréf til byggðarráðs samkvæmt umræðum á fundinum.

11.Forvarnarstefna

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um forvarnir kynntu nefndarmönnum hugmyndir sínar að kynningu á forvarnarstefnunni- fund með öllum samstarfsaðilum og áætlun um fræðslu í forvarnarmálum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
 • Silja Pálsdóttir Aðalmaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
 • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi