Félagsmálaráð

157. fundur 13. mars 2012 kl. 08:00 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Rósa Ragúels boðaði forföll en boðaði varamann í sinn stað. Valdís Guðbrandsdóttir boðaði forföll en ekki náðist í varamann fyrir hana.

1.Fjárhagsaðstoð-Trúnaðarmálabók

2.Fundargerðir

Málsnúmer 201112014Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram fundargerðir úr þjónustuhópi SSNV frá nóvember og desember 2011 og janúar 2012.
Lagt fram til kynningar

3.starfshópur um aðgengismál í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201203018Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálaráðs kynnti niðurstöður starfshóps sem myndaður var um aðgengismál í sveitarfélaginu
Félagsmálaráð óskar eftir að fá aðgerðaráætlun tæknisviðs vegna ábendingar um aðgengismál í sveitarfélaginu, með vísan í  Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar.

4.Mannréttindastefna

Málsnúmer 201202081Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram Mannréttindarstefnu Dalvíkurbyggðar með tilliti til endurskoðunar.
Félagsmálaráð fór yfir Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar og leggur til að myndaður verði þriggja manna starfshópur til að endurskoða hana.

5.Fjölmenningarstefna skóla

Málsnúmer 201112041Vakta málsnúmer

Fræðsluráð óskaði eftir umsögn um Fjölmenningarstefnu Grunnskóla Dalvíkurbyggðar frá Félagsmálaráði á síðasta fundi sínum.
Félagsmálaráð fór yfir stefnuna.  Stefnan er yfirgripsmikil og ítarleg.  Mjög margt jákvætt er að finna í stefnunni hvað varðar forvarnir og almenn mannréttindi.  Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að svara erindinu sbr. umræður á fundi.

6.Forvarnarstefna - drög

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram greinargerðir frá Félagasamtökum sveitarfélagsins og stofnunum.
Félagsmálaráð vísar svörunum til starfshópsins sem unnið hefur að forvarnarstefnunni og leggur til að hópurinn skoði athugasemdir í þessum greinargerðum. 

7.Dagvist aldraðra - stefna í málefnum aldraðra

Málsnúmer 201111047Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram stefnu í málefnum aldraðra og kynnti breytingar á texta sbr. tillögur er stefnan var síðast kynnt.
Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að ganga frá stefnunni og leggja fyrir ráðið á næsta fundi. 

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri