Félagsmálaráð

155. fundur 18. janúar 2012 kl. 16:00 - 18:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Heimahjúkrun og heimilisþjónusta

Málsnúmer 201111045Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri og formaður félagsmálaráðs kynntu fund sem haldinn var með starfsmönnum Heilsugæslustöðvar Dalvíkur og framhald á þeirri vinnu
Lagt fram til kynningar

2.Skammtímavistun

Málsnúmer 1108051Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti nefndarmönnum að stjórn byggðarsamlags SSNV hefur nú ákveðið að hefja rekstur skammtímavistunar á Dalvík frá og með miðju ári 2012. Þetta úrræði er fyrst og fremst hugsað fyrir íbúa í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð því önnur skammtímavistun er rekin á Sauðárkróki. Notuð verður íbúð í eigu sveitarfélagsins undir starfsemina en launagreislur og annar rekstrarkostnaður er greiddur af byggðarsamlaginu. Reiknað er með að þetta verði vinnustaður sem kallar á að minnsta kosti 5 stöðugildi. Skammtímavistun er tímabundin sólarhringsvistun með það að markmiði að veita fólki með fötlun sem býr í foreldrahúsum reglubundna vistun. Skammtímavistun er til hvíldar og tilbreytingar fyrir hinn fatlaða, til að létta álagi af fjölskyldu hans og til þess að gera honum kleift að dvelja sem lengst heima. Einnig er skammtímavistun veitt vegna óvæntra áfalla í fjölskyldu, þ.e. neyðarvistun. Fjöldi fatlaðra barna í Dalvíkurbyggð er óvenju mikill. Það er kappsmál fyrir Dalvíkurbyggð að veita þeim sem besta þjónustu. Það er því fagnaðarefni að þetta skref skuli nú stigið og mun án efa vera mjög mikilvægt og jákvætt fyrir bæði börnin og aðstandendur þeirra.
Lagt fram til kynningar.  Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni yfir þessu nýja þjónustuúrræði.

3.Forvarnarstefna

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf sem senda á til samstarfsaðila varðandi forvarnir í sveitarfélaginu
Félagsmálaráð fór yfir drög að forvarnarstefnu sveitarfélagsins enn fremur var farið yfir bréf til samstarfsaðila þar sem óskað er eftir greinargerð varðandi störf þeirra í forvarnarmálum.  Óskað er eftir því að greinargerð og álit á drögum á forvarnarstefnunni verði skilað til félagsþjónstu Dalvíkurbyggðar fyrir 1. mars 2012.

4.Hugmynd að samkomulagi til verndar börnum í bæjarfélaginu

Málsnúmer 201112011Vakta málsnúmer

Málið tekið upp frá því á fundi í desember 2011 þar sem starfsmönnum félagsþjónustu var falið að kynna sér málið frekar.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsaðstoð-Trúnaðarmálabók

Málsnúmer 201111050Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál bókuð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi