Félagsmálaráð

174. fundur 27. nóvember 2013 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Þú getur líka ! Fræðsla um geðheilsu og geðsjúkdóma fyrir aðstandendur

Málsnúmer 201311269Vakta málsnúmer

Lagður var fram tölvupóstur dags. 11. nóvember 2013 frá Forvarnar- og fræðslusjóðnum Þú getur!. Sjóðurinn starfar að eflingu geðheilbrigðis með þrjú markmið í huga. Að styrkja þá sem átt hafa við geðræn veikindi til náms með námsstyrkjum, að draga úr fordómum eða það að stuðla að aukinni og vandaðri fræðslu og hvetja til aukinnar sérhæfingar í geðheilbrigðisþjónustu. Þú getur líka! býður upp á að fræðsluerindi ásamt fræðsluefni er nú aðgengilegt á tölvutæku formi og benda á að félagsmálayfirvöld gætu efnt til slíkra fræðslufunda.
Félagsmálastjóra falið að kanna hvenær hægt er að fá fræðslu frá Þú getur líka ! til sveitarfélagsins.

2.Tillaga um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum

Málsnúmer 201311149Vakta málsnúmer

Lagður var fram tölvupóstur dags. 7.11 2013 frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.
Lagt fram til kynningar

3.Tillaga um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar.

Málsnúmer 201311153Vakta málsnúmer

Lagður var fram tölvupóstur dags. 7.11 2013 frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar, 89. mál
Lagt fram til kynningar

4.Tillaga um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra

Málsnúmer 201311159Vakta málsnúmer

Lagður var fram tölvupóstur dags. 7. nóvember 2013 til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra, 71. mál
Lagt fram til kynningar

5.Til umsagnar - frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna)

Málsnúmer 201311144Vakta málsnúmer

Lagður var fram tölvupóstur dags. 7. 11 2013 frá Velferðarnefnd alþingis til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 72. mál
Lagt fram til kynningar

6.Niðurstaða könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 201311160Vakta málsnúmer

Lagður var fram tölvupóstur dags. 7.11 2013. Varasjóður húsnæðismála í samvinnu við velferðarráðuneytið hefur frá árinu 2004 árlega gert könnun á stöðu húsnæðismála hjá sveitarfélögum. Tilgangur könnunarinnar er að fylgjast með framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða en upplýsingar koma m.a. að notum við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum.
Lagt fram til kynningar

7.Félagslega íbúðakerfið - fjöldi o.fl.

Málsnúmer 201301033Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir stöðu íbúða í eigu sveitarfélagsins, fjölda þeirra, leiguverð og stöðu lána.
Lagt fram og umræðu fram haldið á næsta fundi.

8.Lóðasláttur - reglur o.fl.

Málsnúmer 201311270Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir erindi frá Byggðarráði dags. 31.10 2013. Byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að því fyrirkomulagi sem verið hefur á þjónustu vinnuskóla hvað varðar lóðarslátt til elli- og örorkulífeyrisþega verði hætt. Í staðinn verði veittur ákveðinn styrkur til þeirra sem kunna að eiga slíkan rétt gegn framvísun reiknings frá verktaka. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum kr. 200.000 inn á málaflokk 02 vegna þess.
Félagsmálaráð sér ekki fram á að félagsþjónustan geti tekið við auknum verkefnum vegna mikilla anna nema með auknu stöðuhlutfalli. Lagt er til að verkefnið falli undir starf umhverfissviðs.

9.Forvarnarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálaráðs fór yfir stöðu mála í tengslum við forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar.
Starfsmönnum félagsþjónustu falið að senda bréf til félagasamtaka og samstarfsaðila forvarnarstefnunnar ásamt aðgerðaráætlun. Áætlaður fundur með aðilum sem tengjast forvarnarstefnunni verður haldinn í janúar 2014.

10.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2014

Málsnúmer 201311279Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi dags. í október frá Kvennaathvarið þar sem óskað er eftir rekstarstyrk fyrir árið 2014 að upphæð 300.000,- krónur.
Félagsmálaráð hafnar erindinu

11.Trúnaðarmál -174

Málsnúmer 201311277Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201311277
Skráð í Trúnaðarmálabók

12.Trúnaðarmál 201311275

Málsnúmer 201311275Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201311278Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók

14.Döffblaðið - styrkbeiðni

Málsnúmer 201311199Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti bréf frá Félagi heyrnarlausra dags. 12. nóvember 2013. Óskað er eftir styrk til útgáfu Döffblaðsins með því að auglýsa í blaðinu. Blaðið kemur út í byrjun desember.
Félagsmálaráð hafnar erindinu

15.Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310134Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti bréf frá Stígamótum dags. 29. október 2013 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til félagsins
Félagsmálaráð hafnar erindinu en hefur verið að veita styrk til Aflsins systurfélags Stígamóta

16.Hausthappdrætti

Málsnúmer 201311267Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti tölvupóst frá Félagi heyrnarlausra dags. 20. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið kaupi happdrættismiða af félaginu.
Félagsmálaráð hafnar erindinu

17.Jólaaðstoð - Samstarf mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð

Málsnúmer 201311255Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 25. október frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð. Á síðasta ári sameinuðu þessi félög krafta sína vegna jólaaðstoðar. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð hafnar erindinu en mun veita einstaklingum styrk í heimabyggð og óskar eftir samvinnu við félögin á sama hátt og í fyrra.

18.Fjárhagsaðstoð - jólabónus og styrkur

Málsnúmer 201111048Vakta málsnúmer

Farið var farið yfir umsóknareyðublöð og reglur varðandi úthlutun á jólaaðstoð.

19.Aukið samstarf Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna um starfsráðgjöf og atvinnuleit undir heitinu Stígur

Málsnúmer 201311268Vakta málsnúmer

Lagður var fram tölvupóstur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á frétt sambandsins. Þar er kynnt að ýtt verði úr vör sérstöku verkefni í samvinnu við sveitarfélögin í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysistryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið hefur fengið nafnið Stígur. Markmið verkefnisins er að styrkja viðkomandi einstakling í leit sinni að atvinnu og fækka þannig skjólstæðingum sveitarfélaganna sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda. Um er að ræða þjónustu við fólk sem hefur klárað bótarétt sinn til atvinnuleysisbóta undanfarin ár. Félagsþjónustur sveitarfélaga munu vísa þeim sem í hlut eiga í starfsráðgjöf og vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun samkvæmt sérstöku verklagi.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi