Íþrótta- og æskulýðsráð

177. fundur 09. september 2025 kl. 08:15 - 11:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Freyr Antonsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað kom Freyr Antonsson

1.Gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar 2025

Málsnúmer 202503110Vakta málsnúmer

Iþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá í íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð fyrir fjárhagsárið 2026.
þrótta - og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá í íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð fyrir fjárhagsárið 2026.
Júlíus Magnússon, fulltrúi Ferðafélags kom inn á fund kl. 10:00

2.Fjárhagsáætlun 2026; ábendingar varðandi umhverfi og náttúru

Málsnúmer 202508048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla dags. 11.08.2025.
Íþrótta - og æskulýðsráð þakkar Júlíusi Magnússyni fyrir góða kynningu. Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir forgangsröðun og kostnaðarmati á þeim verkefnum sem snúa að íþrótta - og æskulýðsmálum.

3.Fjárhagsáætlun 2026; beiðni um stuðning vegna umbótum á velli og aðstöðu

Málsnúmer 202508050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá GHD dags. 12.08.2025 - Beiðni um stuðning vegna umbóta á velli og aðstöðu.
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum og fylgja þriggja ára áætlun og veita GHD 5.000.000 kr.styrk til framkvæmda og vísar málinu til vinnslu í fjárhagsáætlun 2026.

4.Fjárhagsáætlun 2026; úrbætur og uppbygging á svæði við gervigrasvöllinn

Málsnúmer 202508054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS dags. 18.08.2025
Íþrótta - og æskulýðsráð tekur erindið inn í vinnu við uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja til þriggja ára.
Kristinn Þór Björnsson koma inn á fund á Teams kl. 09:15

5.Fjárhagsáætlun 2026; fjármögnun starfsmanns

Málsnúmer 202508068Vakta málsnúmer

Erindi frá knattspyrnudeild um að ráða starfsmann hjá UMFS.
Málinu vísað inn í lið 7. 202507006
Kristinn Þór Björnsson fór af fundi kl. 09:35

6.Aðalstjórn UMFS óskar eftir styrk til ráðningar starfsmanns

Málsnúmer 202507006Vakta málsnúmer

Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að forsvarsmenn UMFS og UMSE kom inn á næsta fund hjá ráðinu.

7.Knattspyrnudeild UMFS óskar eftir umbótum í Íþróttamiðstöð

Málsnúmer 202509049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá knattspyrnudeild UMFS. dags. 03.09.2025.
Íþrótta - og æskulýðsráð vísar málinu inn til Eigna - og framkvæmdadeildar í vinnu við fjárhagsáætlun 2026.

8.Fjárhagsáætlun 2026 Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFS óskar eftir styrk

Málsnúmer 202509050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Meistaraflokki kvenna dags. 18.08.2025
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að styrkja meistaraflokk kvenna um 4.000.000 kr.

9.Hvatagreiðslur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202109109Vakta málsnúmer

Hvatastyrkir teknir til umræðu.
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að hvatagreiðslu fyrir næsta fjárhagsár verði 45.000 kr.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Freyr Antonsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.