Aðalstjórn UMFS óskar eftir styrk til ráðningar starfsmanns

Málsnúmer 202507006

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 175. fundur - 15.07.2025

Aðalstjórn UMFS óskar eftir fimm milljón króna styrk á árinu 2025 og til lengri tíma vegna ráðningar starfsmanns í 50% stöðu við félagið í heild sinni. Starfsmaður yrði einnig í 50% vinnu hjá UMSE og hefði að megninu til aðstöðu á Dalvík en hefði einnig viðverðuskyldu á Akureyri.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar aðalstjórn UMFS fyrir erindið. Ráðið óskar eftir því að fulltrúar UMSE og aðalstjórnar UMFS komi á næsta fund ráðsins og kynni hugmyndirnar um starfið ítarlega fyrir ráðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 176. fundur - 26.08.2025

Forsvarsmenn UMFS koma á fund íþrótta- og æskulýðsráðs og fara yfir hugmyndir sínar varðandi ráðningu starfsmanns fyrir UMFS.
Málinu frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 177. fundur - 09.09.2025

Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að forsvarsmenn UMFS og UMSE kom inn á næsta fund hjá ráðinu.