Fræðsluráð

174. fundur 26. júní 2013 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Varamaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Nemendur í tónlistarnámi utan sveitarfélags

Málsnúmer 201305088Vakta málsnúmer

Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar fór yfir greinargerð vegna nemenda sem stunda tónlistarsnám utan sveitarfélags en eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Jafnframt fór hann yfir hvernig útlitið er fyrir næsta skólaár. Fræðslurráð þakkar fyrir greinargerðina.

2.Innra mat/ sjálfsmatsáætlun

Málsnúmer 201210008Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu sjálfsmatsskýrslur allra skóla Dalvíkurbyggðar sem og uppfærð áætlun um innra mat/sjálfsmat. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna og þakkar kærlega fyrir góðar skýrslur sem verða aðgengilegar á heimasíðum skólanna.

3.Innleiðing nýrrar aðalnámskrár (leik- og grunnskóli).

Málsnúmer 201112016Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu upplýsingar um hvar leik- og grunnskólar sveitarfélagsins eru staddar varðandi innleiðingu á nýrri aðalnámskrá.Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og hvetur skólanna til vinna áfram af metnaði að innleiðingu.

4.Skólanámskrár 2012-2013

Málsnúmer 201208010Vakta málsnúmer

Með fundaboði fylgdi skólanámskrá og starfsáætlun 2012-2013 fyrir Árskógarskóla  í einu skjali og er þetta  fyrsta skólanámskrá skólans. Fræðsluráð fagnar námskránni og staðfestir hana. Jafnframt   óskar fræðsluráð starfsfólki og stjórnendum skólans til hamingju.

5.Upplýsingatækni í skólastarfi

Málsnúmer 201305089Vakta málsnúmer

Frestað.

6.Læsisstefna Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201305085Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi læsisstefna Dalvíkurskóla en hún tilgreinir áherslur í lestri fyrir hvern árgang og stuðlar að eðlilegu flæði í kennslu.

Fræðsluráð fagnar læsisstefnunni og þeim metnaði sem lagður hefur verið í vinnu hennar.

7.Leiðbeiningar til sveitastjórna um viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201306007Vakta málsnúmer

Lagt fram.

8.Ytra mat og kannanir

Málsnúmer 201302097Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi áætlun um ytra mat fræðslu- og menningarsviðs á skólum sveitarfélagsins. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með áætlunina sem og þann faglega metnað sem býr að baki.

9.Gildi fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201306031Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og formaður upplýstu um þá vinnu sem fór fram við ákvörðun og útfærslu á gildum fræðslu- og menningarsviðs. Gildin sem urðu fyrir valdinu eru virðing, jákvæðni og metnaður og mun verða aðgengilegt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar hvað felst í þeim og leiðir til að festa í essi. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu.

10.Starfsáætlun 2014

Málsnúmer 201305087Vakta málsnúmer

Á næsta fundi ráðsins er stefnt að því að starfs- og fjárhagsáætlun verði til afgreiðslu.Rætt var um hvaða verkefni ráðið telur að mikilvægt að verði sett í forgang og voru teknir niður minnispunktar sem munu nýtast við gerð starfsáætluninnar.Jafnframt var rætt um skiptingu á fjárhagsramma og mun sviðsstjóri vinna tillögu út frá þeirri umræðu.

11.Trúnaðarmál fræðslusviðs

Málsnúmer 201212010Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Varamaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs