Ytra mat og kannanir

Málsnúmer 201302097

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 171. fundur - 13.03.2013

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og kennsluráðgjafi sögðu frá vinnu við þróun skipulags ytra mats í skólum sveitarfélagsins og er reiknað með að áætlunin verði tilbúin fyrir vorið. Jafnframt voru kynntar niðurstöður úr foreldrakönnun Dalvíkurskóla en niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar, niðurstöðurnar í heild má sjá á heimasíðu Dalvíkurskóla. Starfsmannakönnun fyrir alla starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs er tilbúin og verður send út á næstu dögum sem og foreldrakannanir vegna annarra skóla en Dalvíkurskóla. Á næsta ári verður foreldrakönnunin sameiginleg fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna en sérstök könnun verður send til foreldra barna í tónlistarskólanum.

Fræðsluráð - 174. fundur - 26.06.2013

Með fundarboði fylgdi áætlun um ytra mat fræðslu- og menningarsviðs á skólum sveitarfélagsins. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með áætlunina sem og þann faglega metnað sem býr að baki.