Skólanámskrár 2012-2013

Málsnúmer 201208010

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 167. fundur - 10.10.2012

Skólastjórnendur kynntu og sögðu frá skólanámskrám skóla sinna og helstu áhersluþáttum skólanna starfsárið 2012 - 2013. a) KátakotGísli Bjarnason skólastjóri sagði að uppfærslur skólanámskráarinnar fylgdu þeim breytingum sem nýjar áherslur, eins og til dæmis grunnþættir menntunar gerðu ráð fyrir. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir.  b) KrílakotDrífa Þórarinsdóttir sagði helstu breytingar á uppfærslu skólanámskráarinnar tengjast nýjum grunnþáttum menntunar. Tekin voru út mörg fræðileg innskot og í staðinn sett hvað verið væri að gera í Krílakoti. Drífa vill að málvenjan í Krílakoti festist í sessi. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir.  c) Árskógarskóli Gunnþór Gunnþórsson sagði að starfsfólk skólans hafi það að markmiði að skólanámskráin verði tilbúin í júní næsta ár. Mikil vinna er í því að vinna sameiginlega kafla fyrir skólastigin og sjá hvenig best er að koma henni fyrir á heimasíðu.  Fræðsluráð leggur áherslu á að skólanámskráin verði fullgerð vorið 2013 en fagnar því sem komið er. d) DalvíkurskóliGísli Bjarnason skólastjóri sagði frá helstu breytingum á skólanámskránni frá því sl. vor. Bætt var við ýmislegt, til dæmis Orð af orði og foreldrakaflann og annað tekið út, svo sem um teymisvinnu kennara, talað um samstarf kennara í staðinn. Mikil vinna var við bekkjarnámskrár vegna innleiðingar grunnþáttanna.  Hildur Ösp lagði áherslu á að vinna með mat skólans sem tekið verður fyrir í Fræðsluráði í nóvember og að skólanámskrá yrði uppfærð í júní fyrir næsta skólaár. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir.  e) TónlistarskóliÁrmann Einarsson skólastjóri sagðist fara rólega í breytingar en þær gerðust gerðust jafnt og þétt. Verið er að huga að ýmsum breytingum sem nýta betur tíma nemenda og kennara.    Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir.   

Fræðsluráð - 170. fundur - 06.02.2013

Með fundarboði fylgdu drög að skólanámskrá Árskógarskóla. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri fór yfir þau en skólanámskráin mun verða tilbúin til yfirlestrar á næstunni og til samþykktar í júní.  Fræðsluráð þakkar Gunnþóri fyrir upplýsingarnar.

Fræðsluráð - 174. fundur - 26.06.2013

Með fundaboði fylgdi skólanámskrá og starfsáætlun 2012-2013 fyrir Árskógarskóla  í einu skjali og er þetta  fyrsta skólanámskrá skólans. Fræðsluráð fagnar námskránni og staðfestir hana. Jafnframt   óskar fræðsluráð starfsfólki og stjórnendum skólans til hamingju.