Innra mat/ sjálfsmatsáætlun

Málsnúmer 201210008

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 168. fundur - 14.11.2012

Í haust hefur mikil áhersla verið lögð á að skólar Dalvíkurbyggðar eigi virka sjálfsmatsáætlun og stundi formlegt innra mat. Skólastjórnendur kynntu þær áætlanir sínar og hvernig niðurstöður matsins verða gerðar opinberar. Sjálfsmatsskýrsla og uppfærð áætlun verða lagðar fram á júnífundi fræðsluráðs. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með það að formlegt sjálfsmat skólanna skuli vera orðið að veruleika og hvetur til þess að skólarnir leggi enn frekari vinnu í, ef þarf, að fullgera það lögum samkvæmt.

Fræðsluráð - 174. fundur - 26.06.2013

Með fundarboði fylgdu sjálfsmatsskýrslur allra skóla Dalvíkurbyggðar sem og uppfærð áætlun um innra mat/sjálfsmat. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna og þakkar kærlega fyrir góðar skýrslur sem verða aðgengilegar á heimasíðum skólanna.