Gildi fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201306031

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 48. fundur - 19.06.2013

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynntu þá vinnu sem farið hefur fram við að velja og skilgreina gildi fræðslu- og menningarsviðs og hver eru næstu skef en gildin eru: virðing, jákvæðni og metnaður. Íþrótta- og æskulýðsráð lýsir ánægju sinni með vinnuna og  þakkar fyrir upplýsingarnar.

Fræðsluráð - 174. fundur - 26.06.2013

Sviðsstjóri og formaður upplýstu um þá vinnu sem fór fram við ákvörðun og útfærslu á gildum fræðslu- og menningarsviðs. Gildin sem urðu fyrir valdinu eru virðing, jákvæðni og metnaður og mun verða aðgengilegt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar hvað felst í þeim og leiðir til að festa í essi. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu.