Innleiðing nýrrar aðalnámskrár (leik- og grunnskóli).

Málsnúmer 201112016

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 170. fundur - 06.02.2013

Fræðsluráð óskaði eftir upplýsingum um hvernig innleiðingarferli nýrra aðalnámskráa miðaði í skólunum. Skólastjórnendur gerðu grein fyrir stöðunni í sínum skólum og fóru yfir innleiðingaráætlanir skólanna.Áhugi er á meðal stjórnenda að innleiða ákveðna grunnþætti menntunar í sameiningu og bjóða því starfsfólki skólanna upp á sameiginleg námskeið í haust.

Fræðsluráð - 174. fundur - 26.06.2013

Með fundarboði fylgdu upplýsingar um hvar leik- og grunnskólar sveitarfélagsins eru staddar varðandi innleiðingu á nýrri aðalnámskrá.Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og hvetur skólanna til vinna áfram af metnaði að innleiðingu.