Áætlun um spjaldtölvuvæðingu og upplýsingatækni í Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201505143

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 196. fundur - 09.09.2015

Frestað til næsta fundar.
Guðríður Sveinsdóttir, Valdimar Þór Viðarsson og Gísli Bjarnason véku af fundi að þessum lið loknum kl. 11.25.

Fræðsluráð - 197. fundur - 07.10.2015

Gísli og Matthildur komu aftur til fundar 9:05
Gísli Bjarnason, skólastjóri, óskar eftir að endanlegri afgreiðslu þessa máls verði frestað til næsta fundar og var það samþykkt.

Fræðsluráð - 198. fundur - 11.11.2015

Með fundarboði fylgdi tillaga að stefnu í upplýsinga- og tæknimennt í Dalvíkurskóla ásamt áætluðum kostnaði við innleiðingu stefnunnar. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, fylgdi stefnunni úr hlaði. Kostnaðurinn sem áætlaður er vegna næsta skólaárs er inni í fjárhagsáætlun ársins 2016.
Fræðsluráð samþykkir stefnuna eins og hún liggur fyrir og ætlast til að hún verði endurskoðuð samhliða endurskoðun skólanámskrár ár hvert. Fræðsluráð óskar eftir við skólastjóra að fá reglulega kynningu á framvindu stefnunnar.