Þróun nemendafjölda í Árskógarskóla

Málsnúmer 201510048

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 198. fundur - 11.11.2015

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kom á fund klukkan 8:25
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir þróun nemendafjölda í Árskógarskóla frá árinu 2012 og spá um þróun hans fram til ársins 2020.
Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi. Lagt er til að hann skipi einn fulltrúi starfsmanna, sem þeir velja sjálfir, einn fulltrúi foreldra nemenda í Árskógarskóla og einn fulltrúi úr fræðsluráði. Starfsmaður fræðsluskrifstofu verði starfsmaður vinnuhópsins. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. apríl 2016.
Gunnþór vék af fundi 8:50