Skóladagatöl 2015-2016

Málsnúmer 201502080

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 191. fundur - 08.04.2015

Skóladagatöl fyrir skólaárið 2015-2016 fylgdu með fundarboði.



Dagatölin eru samræmd að mestu leyti og skipulagsdagar leik- og grunnskóla að mestu samræmdir. Sameiginlegur starfsdagur í stofnunum sveitarfélagsins verður e.h. 29. janúar 2016.



Á dagatali Kríla-/Kátakots og Árskógarskóla eru 2 skipulagsdagar settir á 4. og 6. maí 2016 (í kringum Uppstigningardag) en skólarnir loka báðir á hádegi 3. maí. Þetta er gert vegna þess að starfsfólk beggja skóla stefnir á að fara í námsferð á þessum tíma.



Fræðsluráð samþykkir skóladagatölin eins og þau liggja fyrir.





Drífa Þórarinsdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson véku af fundinum klukkan 09:00.

Fræðsluráð - 198. fundur - 11.11.2015

Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri Krátakots og Krílakots, Silvia Grettisdóttir fulltrúi starfsmanna á leikskólunum og Freyr Antonsson fulltrúi foreldra leikskólabarna komu á fund klukkan 8:50
Með fundarboði fylgdi bréf dags. 26. október 2015 frá Drífu Þórarinsdóttur, leikskólastjóra, þar sem óskað er eftir breytingum á skóladagatali leikskólanna Krílakots og Kátakots skólaárið 2015-2016. Óskað er eftir að í stað lokunar eftir hádegi mánudaginn 4. janúar verði lokað fyrir hádegi þriðjudaginn 3.maí og í stað lokunar föstudaginn 6. maí verði lokað mánudaginn 2. maí. Heildarlengd lokunar helst óbreytt.
Fræðsluráð samþykkir umbeðna breytingu.