Frá Hildi Ösp Gylfadóttur; Uppsögn á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Málsnúmer 201511012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 757. fundur - 05.11.2015

Tekið fyrir erindi frá Hildi Ösp Gylfadóttur, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, rafpóstur dagsettur þann 19. október 2015, þar sem hún segir starfi sínu lausu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs laust til umsóknar.

Byggðaráð þakkar Hildi Ösp fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar.

Fræðsluráð - 198. fundur - 11.11.2015

Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næstu áramótum.
Fræðsluráð færir Hildi Ösp bestu þakkir fyrir störf hennar að fræðslumálum í Dalvíkurbyggð, þakkar henni samstarfið og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 73. fundur - 01.12.2015

Íþrótta- og æskulýðsráð færir Hildi Ösp bestu þakkir fyrir störf hennar að íþrótta- og æskulýðsmálum í Dalvíkurbyggð, þakkar henni samstarfið og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

Menningarráð - 55. fundur - 17.12.2015

Menningarráð færir Hildi Ösp bestu þakkir fyrir störf hennar að menningarmálum í Dalvíkurbyggð, þakkar henni samstarfið og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.