Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 201508010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 741. fundur - 06.08.2015

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hyggst gera þjóðarátak í læsi og býður því öllum bæjar- og sveitarstjórum að undirrita Þjóðarsáttmála um læsi. Aðilar samningsins þ.e. ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum til að ná markmiðum Hvítbókar um læsi. Skuldbinding ráðuneytisins er m.a. fólgin í gjaldfrjálsum aðgangi skóla að skimunarprófum og teymi ráðgjafa til aðstoðar. Vegna hagræðis mun ráðherra ekki heimsækja öll sveitarfélög til undirritunar en óskar eftir að undirritun fari fram í því sveitarfélagi sem er næst. Samkvæmt tímaáætlun ráðherra þá verður hann staddur í Fjallabyggð eftir hádegi þann 31. ágúst.
Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar undirriti þjóðarsáttmálann ásamt ráðherra þann 31. ágúst í Fjallabyggð.

Fræðsluráð - 195. fundur - 26.08.2015

Guðríður Sveinsdóttir áheyrnafulltrúi kom inn á fundinn kl 9:35.
Á 741. fundi Byggðaráðs þann 6. ágúst 2015 var gerð eftirfarandi bókun:



201508010-Þjóðarsáttmáli um læsi



Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hyggst gera þjóðarátak í læsi og býður því öllum bæjar- og sveitarstjórum að undirrita Þjóðarsáttmála um læsi. Aðilar samningsins þ.e. ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum til að ná markmiðum Hvítbókar um læsi. Skuldbinding ráðuneytisins er m.a. fólgin í gjaldfrjálsum aðgangi skóla að skimunarprófum og teymi ráðgjafa til aðstoðar. Vegna hagræðis mun ráðherra ekki heimsækja öll sveitarfélög til undirritunar en óskar eftir að undirritun fari fram í því sveitarfélagi sem er næst. Samkvæmt tímaáætlun ráðherra þá verður hann staddur í Fjallabyggð eftir hádegi þann 31. ágúst.



Bókun byggðaráðs var eftirfarandi:

Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar undirriti þjóðarsáttmálann ásamt ráðherra þann 31. ágúst í Fjallabyggð.

Kynningarbréf frá Menntamálaráðuneytinu og drög að samningnum voru lögð fram til kynningar.



Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið en lýsir yfir áhyggjum sínum yfir að kostnaður Dalvíkurbyggðar við verkefnið liggur ekki fyrir. Kennsluráðgjafi hefur sent fyrirspurn til Gylfa Jóns Gylfasonar, verkefnastjóra átaksins, og kallað eftir nánari upplýsingum en svör hafa ekki borist.

Fræðsluráð - 196. fundur - 09.09.2015

Með fundarboði fylgdi undirritaður Þjóðarsáttmáli um læsi ásamt svörum frá verkefnastjóra átaksins við spurningum fræðslusviðs tengdum kostnaði sveitarfélagsins við að uppfylla samninginn. Sveitarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð felur skólastjórnendum að skoða hvort og hvaða breytinga sé þörf á starfsemi skólanna til að uppfylla samninginn. Sé breytinga þörf þurfa skólastjórnendur að greina hvort kostnaður fylgi þeim breytingum og hve hár sá kostnaður er. Greinargerð um breytingar og kostnað þarf að skila fræðsluráði eigi síðar en 28. september næstkomandi.



Fræðsluráð lýsir óánægju sinni með hversu seint var boðað til fundar þar sem skrifað var undir Þjóðarsáttmála um læsi, einungis þremur klukkustundum fyrir fund. Gerði það ráðsmönnum erfitt að vera viðstaddir undirritun.



Drífa Þórarinsdóttir vék af fundi að þessum lið loknum kl. 10.40.

Fræðsluráð - 197. fundur - 07.10.2015

Gísli, Drífa, Matthildur, Silvía og Freyr komu á fundinn klukkan 8:25
Greinargerðir um hverju þurfi að breyta í starfsemi leik- og grunnskólanna í Dalvíkurbyggð og hvaða kostnaður fylgi því að Dalvíkurbyggð uppfylli sinn hlut í Þjóðasáttmála um læsi kynntar af Drífu Þórarinsdóttur, leikskólastjóra Kátakots og Krílakots, Gunnþóri E. Gunnþórssyni, skólastjóri Árskógarskóla og Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla.
Með fundarboði fylgdu drög að kostnaðaráætlun frá leik- og grunnskólum sveitarfélagsins vegna þátttöku í verkefninu „þjóðarsáttmáli um læsi“

Umræða varð um verkefnið og kostnað vegna þess. Nákvæmari kostnaðaráætlun sem og hvort verkefnið rúmast innan fjárhagsramma stofnananna verði tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Gísli og Matthildur viku af fundi klukkan 8:50.

Fræðsluráð - 198. fundur - 11.11.2015

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna Dalvíkurskóla, komu á fund klukkan 9:00 og þá kom Gunnþór aftur til fundar.
Með fundarboði fylgdu greinargerðir stjórnenda leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar, sömu og lágu fyrir síðasta fundi. Samkvæmt þeim rúmast kostnaður vegna sáttmálans innan fjárhagsramma Árskógarskóla nema til komi aukning á þörf fyrir sérfræðiþjónustu sem ekki er fyrirséð í dag. Dalvíkurskóli þarf viðbótarfjárveitingu upp á 6.700.000 krónur á ári vegna launakostnaðar til að bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna. Innan fjárhagsramma rúmast 450.000 krónur vegna fræðslu starfsmanna. Leikskólarnir Krílakot og Kátakot þurfa 2.500.000 á ári vegna 50% aukningar í sérkennslu, 300.000 kr. til kaupa á málörvunarefni á næsta ári og 500.000 vegna Söguskjóða og námskeiða fyrir foreldra barna af erlendum uppruna. Ekkert af þessu rúmast innan núverandi fjárhagsramma.
Fræðsluráð vísar þörf fyrir viðbótarfjármagn áfram til afgreiðslu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.
Gunnþór, Drífa, Silvia og Freyr viku af fundi klukkan 9:30

Byggðaráð - 759. fundur - 19.11.2015

Á 198. fundi fræðsluráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdu greinargerðir stjórnenda leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar, sömu og lágu fyrir síðasta fundi. Samkvæmt þeim rúmast kostnaður vegna sáttmálans innan fjárhagsramma Árskógarskóla nema til komi aukning á þörf fyrir sérfræðiþjónustu sem ekki er fyrirséð í dag. Dalvíkurskóli þarf viðbótarfjárveitingu upp á 6.700.000 krónur á ári vegna launakostnaðar til að bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna. Innan fjárhagsramma rúmast 450.000 krónur vegna fræðslu starfsmanna. Leikskólarnir Krílakot og Kátakot þurfa 2.500.000 á ári vegna 50% aukningar í sérkennslu, 300.000 kr. til kaupa á málörvunarefni á næsta ári og 500.000 vegna Söguskjóða og námskeiða fyrir foreldra barna af erlendum uppruna. Ekkert af þessu rúmast innan núverandi fjárhagsramma.

Fræðsluráð vísar þörf fyrir viðbótarfjármagn áfram til afgreiðslu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu og felur nýjum sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið til skoðunar á nýju ári.

Fræðsluráð - 203. fundur - 13.04.2016

Í bréfi frá Menntamálastofnun, dagsett 16. mars 2016, var tilkynnt um að niðurstaða greiningar á lesskilningshluta samræmdra prófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins liggi nú fyrir. Einnig að þær hafi verið sendar viðkomandi skólastjórum ásamt forspá um frammisstöðu á næstu árum. Sú spá er gerð út frá frammistöðu yngri nemenda á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Jafnframt óskar Menntamálstofnun eftir að gögnin verði notuð til að styðja við lestur og lestrarkennslu og minnir á að starfsfólk Menntamálastofnunar verði til taks við að aðstoða skólana til að nemendur nái sem bestum árangri.

Gísli upplýsti ráðið um niðurstöðuna í Dalvíkurbyggð og er þróunin jákvæð. Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.
Lagt fram til kynningar. Læsisráðgjafar frá Menntamálastofnun munu byrja að vinna með grunnskólunum í Dalvíkurbyggð 11. og 12. ágúst og leikskólunum 16. september 2016.
Gunnþór fór af fundi klukkan 9:35

Fræðsluráð - 209. fundur - 12.10.2016

Dóróþea Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi, kynnti þá vinnu sem fram fór á starfsdögum læsisráðgjafa Menntamálaráðuneytisins með starfsfólki grunnskólanna 11. og 12. ágúst og starfsfólki leikskólanna 16. september. Fundarboði fylgdu glærur og fleiri gögn frá fyrirlestrum læsisráðgjafanna. Næsta skref er að vinna heildstæða lestrarstefnu fyrir sveitarfélagið og gera þjóðarsáttmálann sýnilegri í byggðarlaginu.
Lagt fram til kynningar.