Skólanámskrár skólanna 2025 - 2026

Málsnúmer 202508035

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 307. fundur - 20.08.2025

Katla Ketilsdóttir, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, skólastjóri Krílakots og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla, fara yfir námskrár skólanna fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Fræðsluráð samþykkir skólanámskrár leik - og grunnskóla með fjórum atkvæðum, og óska eftir að tímasett áætlun um samstarf allra barna fræðslustofnanna verði sett inn í starfsáætlun tengda fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.