Félagsmálaráð

162. fundur 18. september 2012 kl. 08:00 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðný Jóna Þorsteinsdóttir Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
 • Rósa Ragúels Aðalmaður
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Ritari
 • Hafdís Sverrisdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir

Málsnúmer 201112014Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram fundargerðir þjónustuhóps málefna fatlaðra frá maí til ágúst 2012
Lagt fram til kynningar

2.Fundir þjónustuhóps

Málsnúmer 201110058Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram handbók um gerð einstaklingsáætlana sem unnin var af ráðgjöfum í málefnum fatlaðra á starfssvæði SSNV.
Lagt fram til kynningar

3.Sameiginlegar reglur frá þjónustuhópi SSNV

Málsnúmer 201110058Vakta málsnúmer

Þjónustuhópur SSNV hefur unnið sameinginlegar reglur sem taka mið af lögum um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, auk þess eru tvær gjaldskrár. Reglur þessar eru: a)um úthlutun úr búnaðarsjóði, samkvæmt reglugerð 1064/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, b) við afgreiðslu umsóknar um skammtímavistun fyrir fatlað fólk, c) við afgreiðslu umsókna um þjónustu á heimilum fatlaðs fólks og sértæk húsnæðisúrræði vegna sértækra eða mikilla þjónustuþarfa, d) um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, e)við afgreiðslu umsóknar um stuðningsfjölskyldur, f) um dagþjónustu og aðstoð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk, g) vegna beiðni um endurupptöku og málskots einstaklingsmála sem þjónustuhópur hefur afgreitt, h) gjaldskrá byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn, i) gjaldskrá byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra vegna styrkja til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, j) um skiptingu fjármuna Jöfnunarsjóðs vegna lengdrar viðveru fyrir börn og unglinga með fötlun, frá og með 5. bekk grunnskóla til loka framhaldsskóla. Við mótun reglnanna var m.a. horft til leiðbeinandi reglna Velferðarráðuneytisins sem ætlað er að nýtast sveitarfélögum til að móta eigin reglur um framkvæmd þjónustunnar. Að vinnunni komu auk þjónustuhóps, ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn sem starfa að þjónustu við fatlað fólk hjá sveitarfélögunum. Stjórn SSNV fjallaði um málið á fundi 5.júlí og samþykkti að reglurnar yrðu sendar til umsagnar félagsmálanefnda / ráða áður en þær verða samþykktar. Óskað er eftir að félagamálanefnd / ráð sveitarfélagsins veiti umsögn um fyrirliggjandi drög að reglum og gjaldskrám.

Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með fram komnar reglur og telur að skýrara og samræmt verkleg verði til bóta. Félagsmálaráð samþykkir reglurnar.

4.Athugun á framkvæmd aðfarargerða á börnum

Málsnúmer 201209009Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Umboðsmanni barna um framkvæmd aðfarargerðar á börnum.
Félagsmálastjóra falið að svara bréfinu.

5.Styrkbeiðni vegna gerðar á heimildarmynd um einelti

Málsnúmer 1207001Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Brynjari Benediktssyni þar sem hann óskar eftir styrk til gerðar heimildarmyndar um einelti.
Félagsmálaráð hafnar erindinu

6.Stöndum saman gegn einelti

Málsnúmer 201209010Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá verkefnisstjóra Gegn einelti þar sem fjallað er um aðgerðir gegn einelti. Ávkeðið hefur verið að helga 8. nóvember ár hvert baráttunni gegn einelti. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 og markmiðið með deginum er og var að vekja sérstaka athygli á málefninu
Félagsmálaráð leggur til að eineltisteymi Dalvíkurbyggðar veki athygli á aðgerðaráætlun gegn einelti þann 8. nóvember auk þess sem grunnskólar sveitarfélagsins geri þessum degi hátt undir höfði.

7.Null prósent - bréf

Málsnúmer 201209024Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá 0% hópnum sem er hreyfingin sjálfstætt starfandi félags- og forvarnasamtök sem starfa að innleiðingu hugmynda um vímulausan lífsstíl ungs fólks. 0% er opinn hópur ungs fólks á aldrinum 14-30 ára sem vill lifa lífinu án áfengis og vímuefna og stuðla að heilbrigðu lífi. Þetta er opinn hópur sem allir geta verið með í, svo lengi sem þeir vilja vera edrú. Núna er öflugur hópur starfandi í 0% hreyfingunni og viljum við færa félagsskapinn aftur út á land og skapa aðstæður fyrir ungmenni í ykkar bæjarfélagi til að taka þátt í okkar starfi. Í ykkar samfélagi er grundvöllur fyrir 0% hóp sem svar við ólíkum gylliboðum sem toga ungmenni í átt til neyslu áfengis og vímuefna. Við erum tilbúin til að leggja til stuðning við að stofna slíka hópa í ykkar umhverfi með ykkar aðstoð. Ykkar aðstoð gæti verið falin í að skapa aðstæður fyrir ungmenni til að hittast í nafni 0%, finna tilsjónarmann og styrkja unga leiðbeinendur 18-30 ára til að leiða starfið.
Félagsmálaráð felur vinnuhópnum sem vinnur að endurskoðun forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar að kanna málið.

8.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014

Málsnúmer 201208047Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Velferðarráðuneytinu.
Þann 11. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi tillögu velferðarráðherra um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014. Áætlunina má nálgast á vef Alþingis.

Velferðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmdaáætluninni í heild sinni en í henni eru tilgreind 43 verkefni þar sem ábyrgðaraðilar fyrir framkvæmd hvers og eins eru skilgreindir. Ráðuneytið sjálft er ábyrgt fyrir framkvæmd margra verkefna en í öðrum koma ábyrgðaraðilar úr röðum annarra ráðuneyta eða stofnana.

Fimm verkefni er tilgreind á ábyrgðarsviði sveitarfélaga en þau eru:

Manngert umhverfi, nr. A1 en markmið verkefnisins er að tryggja öllum jafnt aðgengi að manngerðu umhverfi.
Almenningssamgöngur, nr. A2 þar sem markmiðið er að allir geti notað almenningssamgöngur.
Upplýsingar, nr. A5 og er markmiðið með því verkefni að allt fatlað fólk hafi óhindraðan aðgang að upplýsingum um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er.
Félagslíf fatlaðra barna og ungmenna, nr. H4 en því verkefni er ætlað að rjúfa félagslega einangrun fatlaðra barna og ungmenna.
Samfella milli skólastiga, nr. G1 en markmiðið með verkefninu er að auka samstarf félagsþjónustu og skólakerfis við að samþætta þjónustu og nám fatlaðra nemenda og tryggja að samþættingin fylgi nemendum allan námsferilinn.
Með þessu bréfi vill velferðarráðuneytið vekja athygli sveitarfélaga á áætluninni og þeim verkefnum sem sveitarfélögum er falið að hafa umsjón með
Félagsmálaráð leggur til að félagsmálastjóri verði tengiliður verkefnisins.  

9.Brúðuleikhús

Málsnúmer 201209011Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Velferðarráðuneytinu.
Innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið hafa gert með sér samkomulag um þriggja ára samstarfsverkefni sem er átak til vitundaravakningar um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Markmið með vitundarvakningunni er að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að allir skólar séu í stakk búnir til að bregðast við ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi. Boðið verður upp á brúðuleiksýninguna "Krakkar í hverfinu" fyrir 2. bekk allra grunnskóla landsins þeim að kostnaðarlausu.
Félagsmálaráð fagnar átaki Velferðarráðuneytisins um vitundarvakningu um kynferðisofbeldi.

10.Beiðni um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála

Málsnúmer 201208007Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Jafnréttisstofu um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála.
Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að svara erindinu.

11.Ósk um fjárveitingu til félags- og leiðbeiningarstarfs á Dalbæ

Málsnúmer 201209038Vakta málsnúmer

Erindi barst frá stjórn Dalbæjar þar sem óskað er eftir styrk til félags- og leiðbeiningarstarfs á Dalbæ
Félagsmálaráð frestar afgreiðslu erindis til næsta fundar.

12.Ósk um styrk vegna þjónustusamnings

Málsnúmer 201209039Vakta málsnúmer

Erindi barst frá stjórn Dalbæjar um styrk vegna þjónustusamnings.
Félagsmálaráð hafnar erindinu.

13.Siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201203046Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð sem staðfestar hafa verið af innanríkisráðuneytinu.Lagt fram.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201209032Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201209032
Bókað í trúnaðarmálabók

15.Trúnaðramál

Málsnúmer 201209055Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201209055
Bókað í trúnaðarmálabók

16.Liðveisla

Málsnúmer 201209016Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201209016
Bókað í trúnaðarmálabók

17.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201209058Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201209058
Bókað í trúnaðarmálabók

18.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201209057Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201209057
Bókað í trúnaðarmálabók

19.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201209056Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201209056
Bókað í trúnaðarmálabók

20.Trúnaðramál

21.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 201209067Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Guðný Jóna Þorsteinsdóttir Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
 • Rósa Ragúels Aðalmaður
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Ritari
 • Hafdís Sverrisdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri