Siðareglur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201203046

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 31. fundur - 30.05.2012

Teknar voru til umsagnar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Dalvíkurbyggðar. Menningarráð fagnar reglunum og gerir ekki athugasemdir við þær.

Fræðsluráð - 165. fundur - 08.06.2012

&&Drög að siðareglum kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð fylgdu fundarboði og óskað var umsagnar fræðsluráðs.

Umræður urðu um reglurnar.

 

Fræðsluráð samþykkir siðareglurnar fyrir sitt leyti.

Umhverfisráð - 0. fundur - 13.06.2012

Bæjarstjórn hefur verið að vinna að tillögu um ýmsa þætti er lúta að stjórnsýslu sveitarfélagins og eru þessi drög að siðareglum fyrir kjörinna fulltrúa einn þáttur í því.
Lagt fram til kynningar og upplýsingar.

Bæjarstjórn - 0. fundur - 19.06.2012

Á 236. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. maí 2012 voru siðareglur Dalvíkurbyggðar teknar til fyrri umræðu í bæjarstjórn og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa reglunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til innanríkisráðuneytis til staðfestingar, sbr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 28. september 2011.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 634. fundur - 06.09.2012

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 29. ágúst 2012, þar sem fram kemur að ráðuneytið staðfestir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð, sbr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Lagt fram.

Menningarráð - 32. fundur - 10.09.2012

Með fundarboði fylgdu samþykktar siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð. Lagt fram.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 38. fundur - 11.09.2012

Siðareglur kjörinna fulltrúa fylgdu með fundarboði. Lagt fram.

Fræðsluráð - 166. fundur - 12.09.2012

Hildur Ösp kynnti siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar og lítillega var rætt um þær. Lagt fram og kynnt. 

Félagsmálaráð - 162. fundur - 18.09.2012

Lagðar voru fram siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð sem staðfestar hafa verið af innanríkisráðuneytinu.Lagt fram.