Fjárhagsáætlun 2013; Frá Dalbæ; Ósk um styrk vegna þjónustusamnings.

Málsnúmer 201209039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 635. fundur - 13.09.2012

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 6. september 2012, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.000.000 á móti þjónustusamningi á milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar um bókhalds- og launavinnslu.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs.

Félagsmálaráð - 162. fundur - 18.09.2012

Erindi barst frá stjórn Dalbæjar um styrk vegna þjónustusamnings.
Félagsmálaráð hafnar erindinu.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 637. fundur - 04.10.2012

Á 635. fundi bæjarráðs þann 13. september 2012 var tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 6. september 2012, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.000.000 á móti þjónustusamningi milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar um bókhalds- og launavinnslu. Bæjarráð vísaði erindinu til félagsmálaráðs.

Á 162. fundi félagsmálaráðs var erindið tekið fyrir og því hafnað.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu félagsmálaráðs og hafnar erindinu.