Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 201209067

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 163. fundur - 20.09.2012

Félagsmálastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að endurskoða drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 í samræmi við umræður á fundinum en þrátt fyrir það liggur fyrir að fjárhagsáætlun stenst ekki tilsettan ramma og því óskar félagsmálaráð eftir auka fjárveitingu sem því nemur.

Félagsmálaráð - 165. fundur - 14.11.2012

Félagsmálastjóri lagði fram tillögur að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 en hagræða þarf um 1% samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar frá 30. október 2012. Félagsmálaráð fór yfir áætlunina og geri tillögur að lækkun.
Starfsmönnum félagsþjónustu falið að lækka heildarramma fjárhagsáætlunar ársins 2013 um 1% samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.