Fjárhagsáætlun 2013; Frá Dalbæ; Ósk um fjárveitingu til félags- og leiðbeiningarstarfs á Dalbæ.

Málsnúmer 201209038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 635. fundur - 13.09.2012

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 6. september 2012, þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð kr. 5.000.000 til félags- og leiðbeiningarstarfs á Dalbæ, sem opið er öllum íbúum Dalvíkurbyggðar.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs.

Félagsmálaráð - 162. fundur - 18.09.2012

Erindi barst frá stjórn Dalbæjar þar sem óskað er eftir styrk til félags- og leiðbeiningarstarfs á Dalbæ
Félagsmálaráð frestar afgreiðslu erindis til næsta fundar.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 637. fundur - 04.10.2012

Á 635. fundi bæjarráðs þann 13. september 2012 var tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 6. september 2012, þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð kr. 5.000.000 til félags- og leiðbeiningarstarfs á Dalbæ, sem opið er öllum íbúum Dalvíkurbyggðar. Bæjarráð vísaði erindinu til félagsmálaráðs.

Á 162. fundi félagsmálaráðs var ofangreint erindi tekið fyrir og ákveðið var að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Samkvæmt tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02 er gert ráð fyrir styrk að upphæð kr. 3.000.000.








Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu félagsmálaráðs.