Félagsmálaráð

265. fundur 14. febrúar 2023 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Katrín Kristinsdóttir Formaður félagsmálaráðs
Dagskrá
Júlíus Magnússon boðar forföll og situr Benedikt Snær Magnússon varamaður hans fundinn.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202212037Vakta málsnúmer

Trúðnaðarmál - 202212037

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202302029Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 202302029

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202302001Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 202302001

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 202206053


Bókað í trúnaðarmálabók

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202203091Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 202203091

Bókað í trúnaðarmálabók

6.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem vísað er frá sveitarstjórn um nýsamþykktar siðareglur kjörinna fulltrúa. Einnig er vísað í bréf dags. 24.01.2023 frá Stjórnarráði Íslands þar sem Ráðuneytið hefur staðfest siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar, sem sveitarstjórn hefur sett samkvæmt 18. og 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Siðareglur sveitarstjórnar skulu birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélagsins eða á
sambærilegan hátt, sbr. 2. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga
Félagsmálaráð samþykkir með undirritun sinni siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar.

7.Málstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201802007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem var til umfjöllunar í byggðarráði og síðar í sveitarstjórn eða dags.17. 01.2023. Til umfjöllunar var málstefna Dalvíkurbyggðar og var eftirfarandi bókað: Samkvæmt 130. gr. sveitarstjórnarlaga þá ber sveitarfélögum að setja sér málstefnu: "Sveitarstjórn mótar sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Þar skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins. Enn fremur skal koma fram hvaða gögn liggja að jafnaði fyrir í erlendum málbúningi og hvaða tungumál þar er um að ræða. Þá skal þar setja reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku. Mál það sem er notað í starfsemi sveitarfélags eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum gildandi Málstefnu Dalvíkurbyggðar óbreytta og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að Málstefnu Dalvíkurbyggðar þannig að gildandi stefna verði óbreytt.
Lagt fram til kynningar.

8.Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

Málsnúmer 202301071Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dags. 19.12.2022 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 253/2022 "Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027".
Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2023. Umsagnir verða birtar í gáttinni jafnóðum og þær berast. Athugið að ekki er hægt að breyta umsögnum eftir að þær hafa verið sendar inn.

Frestað til næsta fundar ráðsins sem haldinn verður í mars.

9.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um barnaverndarþjónustu. Farið var yfir samninginn sem og samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnir vegna ættleiðngarmála í tengslum við breytt skipulag barnaverndar

Málsnúmer 202302030Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dags.03.01.2023 frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi hans kemur fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annist meðferð ættleiðingarmála samkvæmt lögum um ættleiðingar nr. 130/1999, sbr. reglugerð 1264/2011. Við meðferð erinda um ættleiðingu eða forsamþykki, er þegar við á leitað umsagnar viðkomandi barnaverndarnefndar, nú eftir 1. janúar 2023 verður leitað umsagnar viðkomandi barnaverndarþjónustu, í samræmi við lagabreytingu sem tekur gildi þann dag. Um efni umsagna gilda ákvæði reglugerðar um ættleiðingar nr. 238/2005.



Lagt fram til kynningar.

11.Reglur um stoð- og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202212058Vakta málsnúmer

Tekin voru fyrir drög að reglum um stoð og stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem og stoðþjónustu vegna langvarandi stuðningsþarfa.
Frestað til næsta fundar ráðsins sem haldinn verður í mars.

12.Jafnréttisáætlun 2022-2026

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Sveitarfélög skulu eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar gera áætlun um jafnréttismál og taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns heldur jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðana, fötlunar o.s.frv. Ekki er kveðið á um skipun sérstakrar jafnréttisnefndar en sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur falið félagsmálaráði að fara með jafnréttismál. Kynnt hafa verið tvenn ný lög frá Alþingi er lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr, 10/2008. Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2050. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu jafnréttisstofu segir jafnréttisáætlun sé fyrst og fremst ætlað það hlutverk að skoða og endurmeta aðstæður á hverjum vinnustað og ryðja úr vegi hindrunum sem geta verið á vegi bæði kvenna og karla. Gera skal jafnréttisáætlun sem og aðgerðaráætlun
Félagsmálaráð leggur til að haldinn verði auka fundur ráðsins þar sem farið verði yfir jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2022-2026.

13.Stefna í málefnum aldraða

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Kjörnir fulltrúar óska eftir því að Stefna í málefnum aldraðra í Dalvíkurbyggð verði endurskoðuð.
Félagsmálaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur í stefnu um málefni aldraðra. Félagsmálaráð leggur til að einn fulltrúi frá hverjum flokki innan ráðsins verði í vinnuhópnum, Katrín Kristinsdóttir, Magni Þór Óskarsson, Lilja Guðnadóttir og starfsmenn félagsmálasviðs. Áætlað er að vinnuhópur muni kalla til hagsmunaaðila til umræðna um stefnuna. Vinna þarf erindisbréf fyrir vinnuhópinn og sækja um viðauka til byggðaráðs. Erindinu er því vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með 5 greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Katrín Kristinsdóttir Formaður félagsmálaráðs