Umsagnir vegna ættleiðngarmála í tengslum við breytt skipulag barnaverndar

Málsnúmer 202302030

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 265. fundur - 14.02.2023

Tekin fyrir rafpóstur dags.03.01.2023 frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi hans kemur fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annist meðferð ættleiðingarmála samkvæmt lögum um ættleiðingar nr. 130/1999, sbr. reglugerð 1264/2011. Við meðferð erinda um ættleiðingu eða forsamþykki, er þegar við á leitað umsagnar viðkomandi barnaverndarnefndar, nú eftir 1. janúar 2023 verður leitað umsagnar viðkomandi barnaverndarþjónustu, í samræmi við lagabreytingu sem tekur gildi þann dag. Um efni umsagna gilda ákvæði reglugerðar um ættleiðingar nr. 238/2005.



Lagt fram til kynningar.