Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

Málsnúmer 202301071

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 265. fundur - 14.02.2023

Tekin fyrir rafpóstur dags. 19.12.2022 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 253/2022 "Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027".
Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2023. Umsagnir verða birtar í gáttinni jafnóðum og þær berast. Athugið að ekki er hægt að breyta umsögnum eftir að þær hafa verið sendar inn.

Frestað til næsta fundar ráðsins sem haldinn verður í mars.

Félagsmálaráð - 266. fundur - 14.03.2023

Á síðasta fundi félagsmálaráðs í febrúar átti að taka þetta mál fyrir en því var frestað fram að næsta fundi.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnti til samráðs mál nr. 253/2022, "Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027" í lok ársins 2022. Umsagnir um ályktuninga eru birtar í samráðsgátt.

Lagt fram til kynningar.