Félagsmálaráð

245. fundur 08. desember 2020 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla Karlsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs og Þroskaþjálfi
Dagskrá
Félagsmálaráð fundaði í fundarsal ráðhússins, Upsa og þar sátu eftirtaldir fundarmenn; Lilja Guðnadóttir, Katrín Sif Ingvarsdóttir og Felix Jósafatsson.
Aðrir fundarmenn voru á fundinum í gegnum Teams; Eva Björg Guðmundsdóttir og Gunnar Eiríksson

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202012017Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 2020012017


Bókað í trúnaðarmálabók

2.Jólaaðstoð 2020

Málsnúmer 202011129Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202011129

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202009052Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram til kynningar hagræðingartillögur sviðsstjóra félagsmálasviðs vegna fjárhagsársins 2021
Félagsmálaráð hefur skilning á því að það þurfi að koma til niðurskurðar í fjármálum sveitarfélagsins en lýsir áhyggjum sínum yfir niðurskurðartillögum félagsmálasviðs og óskar eftir því að ekki þurfi að koma til niðurskurðar í liðum 1,3 og 4 í tillögum félagsmálastjóra. Félagsmálaráð vísar erindinu til byggðarráðs.

4.íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 202009035Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021
Félagsmálaráð samþykkir reglur Dalvíkurbyggðar til úthlutunar á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum fyrir skólaárið 2020-2021

5.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar stöðuskýrslur frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
Lagt fram til kynningar.

6.Miðstöð velferðatækni, áhersluverkefni 2019

Málsnúmer 202010045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skýrsla um möguleika þess að koma á fót þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni á Norðurlandi. Markmið verkefnisins var að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Leiðarljós að slíku samstarfi er að nýta nýjustu tækni til að upplýsa, leibeina, veita ráðgjöf og hvetja til aukinnar og almennrar notkunar á nýjustu tækni og hjálpartækjum fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf og athafnir.
Lagt fram til kynningar.

7.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.

Málsnúmer 202011099Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafbréf dags. 18.11.2020 frá Velferðarnefnd Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál
Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.

Málsnúmer 202011102Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafbréf dags. 18.11.2020 frá Velferðarnefnd Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187.mál
Lagt fram til kynningar.

9.Frá nefndarsviði Alþingis, til umsagnar frumvarp til laga um breytingui á barnaverndarlögum, nr. 80/2002

Málsnúmer 202012019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafbréf dags. 18.11.2020 frá Velferðarnefnd Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (refsing við tálmu eða takmörkun á umgengni) 103. mál
Lagt fram til kynningar.

10.Memaxi hugbúnaðarforrit

Málsnúmer 202012033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar kynning á hugbúnaðinum Memaxi. En það er hugbúaður sem auðveldar skipulag í kringum aðstoð og umönnun einstaklinga, bætir samskipti á milli fagaðila, rýfir einangrun getur veitt fólki öryggi og ró. Memaxi er samskipta- og skipulagslausn sem brúar bilið á milli þeirra sem njóta aðstoðar, fjölskyldna þeirra og þjónustuveitanda
Félagsmálaráð er einhuga um að þetta sé framtíðin og sér mikla möguleika í þessari tækni til að rjúfa einangrun og styrkja félagsleg samskipti við skjólstæðinga félagsmálasviðs. Félagsmálaráð leggur til að þessi möguleiki verði skoðaður á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla Karlsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs og Þroskaþjálfi