Memaxi hugbúnaðarforrit

Málsnúmer 202012033

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 245. fundur - 08.12.2020

Lagt fram til kynningar kynning á hugbúnaðinum Memaxi. En það er hugbúaður sem auðveldar skipulag í kringum aðstoð og umönnun einstaklinga, bætir samskipti á milli fagaðila, rýfir einangrun getur veitt fólki öryggi og ró. Memaxi er samskipta- og skipulagslausn sem brúar bilið á milli þeirra sem njóta aðstoðar, fjölskyldna þeirra og þjónustuveitanda
Félagsmálaráð er einhuga um að þetta sé framtíðin og sér mikla möguleika í þessari tækni til að rjúfa einangrun og styrkja félagsleg samskipti við skjólstæðinga félagsmálasviðs. Félagsmálaráð leggur til að þessi möguleiki verði skoðaður á nýju ári.