Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202009052

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 242. fundur - 08.09.2020

Teknar eru fyrir launaáætlanir félagsmálasviðs fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 243. fundur - 29.09.2020

Eva Björg Guðmundsdóttir kom á fund undir þessum lið kl 10:30

Lagðar voru fyrir ráðið tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2021.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með fimm greiddum atkvæðum framkomnar tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2021.

Félagsmálaráð - 244. fundur - 10.11.2020

Lagt fram til kynningar starfsáætlun fyrir félagsmálasvið starfsárið 2021 eftir athugasemdir byggðarráðs. Einnig farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 með athugasemdum byggðarráðs
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 245. fundur - 08.12.2020

Lagðar voru fram til kynningar hagræðingartillögur sviðsstjóra félagsmálasviðs vegna fjárhagsársins 2021
Félagsmálaráð hefur skilning á því að það þurfi að koma til niðurskurðar í fjármálum sveitarfélagsins en lýsir áhyggjum sínum yfir niðurskurðartillögum félagsmálasviðs og óskar eftir því að ekki þurfi að koma til niðurskurðar í liðum 1,3 og 4 í tillögum félagsmálastjóra. Félagsmálaráð vísar erindinu til byggðarráðs.

Félagsmálaráð - 246. fundur - 12.01.2021

Tekin fyrir fjárhagsáætlun félagsmálasviðs vegna ársins 2021. Lagt fram til kynningar svar byggðarráðs frá 970. fundi vegna hagræðingarkröfu á sviðið.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 248. fundur - 09.03.2021

Farið yfir fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir árið 2021
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 250. fundur - 11.05.2021

Lagt fram til kynningar stöðumat á fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir tímabilið janúar-mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 251. fundur - 08.06.2021

Tekin fyrir stöðuskýrsla fjárhagsáætlunar félagsmálasviðs fyrir árið 2021
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 253. fundur - 14.09.2021

Tekin fyrir fjárhagsstaða félagsmálasviðs fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 255. fundur - 14.12.2021

Tekin fyrir fjárhagsstaða félagsmálasviðs árið 2021
Lagt fram til kynningar.