Frá Lundi í Svíþjóð; Vinabæjarmót 2016.

Málsnúmer 201504065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 732. fundur - 22.04.2015

Tekið fyrir erindi frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, rafpóstur dagsettur þann 15. apríl 2015, þar sem 2 fulltrúum er boðið til undirbúningsfundar í 3. -4. september 2015 vegna vinabæjamóts árið 2016.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla og taka saman upplýsinga um kostnað í tengslum við ofangreint.

Byggðaráð - 737. fundur - 11.06.2015

Á 732. fundi byggðaráðs þann 22. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, rafpóstur dagsettur þann 15. apríl 2015, þar sem 2 fulltrúum er boðið til undirbúningsfundar í 3. -4. september 2015 vegna vinabæjamóts árið 2016.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla og taka saman upplýsinga um kostnað í tengslum við ofangreint."Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hann hefur aflað. Lundur greiðir fyrir gistingu og mat. Kostnaður sveitarfélagsins væri þá ferðakostnaður fram og til baka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn, vísað á lið 21-51-4210.

Byggðaráð - 761. fundur - 10.12.2015

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, dagsettur þann 24. nóvember 2015, og varðar vinabæjamótið sem haldið verður í Lundi 20. - 22. júní 2016.

Hér með er 5 fulltrúum frá Dalvíkurbyggð boðin þátttaka, sem og 5 ungmennum. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku Norræna félagsins. Vinabæjamótinu er því skipt upp í þrjá hluta.

Óskað er eftir að tilkynningar um þátttöku verði sendar eigi síðar en 1. mars 2016.Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 772. fundur - 31.03.2016

Á 761. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, dagsettur þann 24. nóvember 2015, og varðar vinabæjamótið sem haldið verður í Lundi 20. - 22. júní 2016. Hér með er 5 fulltrúum frá Dalvíkurbyggð boðin þátttaka, sem og 5 ungmennum. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku Norræna félagsins. Vinabæjamótinu er því skipt upp í þrjá hluta. Óskað er eftir að tilkynningar um þátttöku verði sendar eigi síðar en 1. mars 2016.

Lagt fram til kynningar. "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi dagskrá og upplýsingar vegna vinabæjamótsins, minnisblað sveitarstjóra frá 29. mars 2016, og umsókn Lund f.h. vinabæjanna um styrk frá Erasmus.Til umræðu ofangreint.Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016 er gert ráð fyrir kr. 320.000 vegna vinabæjasamskipta.Lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð - 10. fundur - 07.04.2016

Óskað hefur verið eftir því að 6 ungmenni fari á vinabæjarmót í Lundi í Svíþjóð 20.-22. júní nk. Allir 5 fulltrúar ungmennaráðs gefa kost á sér í ferðina og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi finna einn aðila til viðbótar.

Ungmennaráð - 11. fundur - 09.06.2016

Farið yfir ferðaáætlun vegna ferðar á vinabæjarmót í Lundi.