Frá Umhverfisstofnun; Verndar- og stjórnaráætlun Friðlands Svarfdæla - fundarboð.

Málsnúmer 201506047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 737. fundur - 11.06.2015

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, bréf dagsett þann 3. maí 2015, þar sem umhverfisstofnun og umsjónarnefnd Friðlands Svardæla boðar landeigendur til fundar um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið fimmtudaginn 11. júní 2015. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal kl. 16.00. Á fundinum munu fulltrúar Umhverfisstofnunar kynna markmið með gerð verndar- og stjórnunaráætlunar, fara yfir ávinning þess fyrir friðlandið og þá er það nýta. Reynt verður að svara spurningum eins og kostur er auk þess sem öllum ábendinum varðandi gerð áætlunarinnar er fagnað. Mælt er með að landeigendur tilnefni á fundinum sinn fulltrúa í vinnuhópinn um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Umhverfisráð - 267. fundur - 04.09.2015

Sviðsstjóri upplýsir ráðið um fundinn þar sem hann mætti fyrir hönd sveitarfélagsins.
Ráðið fagnar því að þessi vinna sé farin í gang.