Frá Varasjóði húsnæðismála; Lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði

Málsnúmer 201505147

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 736. fundur - 28.05.2015

Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 21. maí 2015, þar sem upplýst er um lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði þar sem sjóðurinn hefur ekki fjármuni til afgreiðslu umsókna um framlög. Í ljósi fjárhagslegrar stöðu Varasjóðs húsnæðismála ákvað ráðgjafarnefnd sjóðsins á fundi þann 20. apríl 2015 að hætta móttöku og afgreiðslu umsókna frá sveitarfélögum vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði frá og með 20. apríl 2015.Fram kemur að frá stofnum Varasjóðs húsnæðismála hafa sjóðnum verið markaðir tekjustofnar samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga. Í september 2011 var gert samkomulag um verkefnaflutning milli ríkis og sveitarfélaga sem kvað á um að sveitarfélög fjármögnuðu að öllu leyti verkefni Varasjóðsins. Þetta samkomulag var í gildi fyrir árin 2012-2013 en rann úr gildi 31. desember 2014 og hefur ekki verið endurnýjað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvað á að gera til að tryggja þetta verkefni áfram.

Byggðaráð - 737. fundur - 11.06.2015

Á 736. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 21. maí 2015, þar sem upplýst er um lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði þar sem sjóðurinn hefur ekki fjármuni til afgreiðslu umsókna um framlög. Í ljósi fjárhagslegrar stöðu Varasjóðs húsnæðismála ákvað ráðgjafarnefnd sjóðsins á fundi þann 20. apríl 2015 að hætta móttöku og afgreiðslu umsókna frá sveitarfélögum vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði frá og með 20. apríl 2015. Fram kemur að frá stofnum Varasjóðs húsnæðismála hafa sjóðnum verið markaðir tekjustofnar samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga. Í september 2011 var gert samkomulag um verkefnaflutning milli ríkis og sveitarfélaga sem kvað á um að sveitarfélög fjármögnuðu að öllu leyti verkefni Varasjóðsins. Þetta samkomulag var í gildi fyrir árin 2012-2013 en rann úr gildi 31. desember 2014 og hefur ekki verið endurnýjað.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvað á að gera til að tryggja þetta verkefni áfram."Í svari framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 2. júní 2015, kemur fram meðal annars fram að að áliti sambandsins er brýnna verkefni við núverandi aðstæður að leysa vanda tónlistarskóla ( þ.e. að í yfirstandandi viðræðum hafa fulltrúar sambandsins lagt til breytingu sem felur í sér að stað þess að sveitarfélög greiði 30 m.kr. framlag ríkisins til Varasjóðs húsnæðismála verði sömu fjárhæð ráðstafað til að leysa bráðavanda tónlistarskóla) heldur en að viðhalda greiðslum til Varasjóðs húsnæðismála. Það álit byggist annars vegar á því að verulegur árangur hefur náðst á undanförnum árum í að aðstoða sveitarfélögin við sölu félagslegra íbúða með þátttöku varasjóðsins í að greiða mismun á áhvílandi skuldum og markaðsverði íbúða. Hins vegar horfir sambandið til þess að nú standa fyrir dyrum miklar breytingar á löggjöf um húsnæðismál og er á þessu stigi óljóst um hvort varasjóðurinn hafi eitthvert framtíðarhlutverk. Fram kemur að þess skal getið að þetta mál er ekki frágengið en stjórn sambandsins hefur reglulega verið gerð grein fyrir stöðu og þróun málsins og hafa fulltrúar sambandsins í þessum viðræðum fengið fullan stuðning stjórnarinnar í málinu.

Með vísan til framangreinds eru miklar líkur á að Varasjóður húsnæðismála hafi ekki til ráðstöfunar sérstak fjármagn í ár eða næstu ár til að greiða mismun á áhvílandi skuldum og markaðsverði íbúða eins og verið hefur undanfarin ár.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá vinnuhópi Dalvíkurbyggðar um Félagslegar íbúðir.